Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 94
Timarit Máls og menningar
flokksins og „fékk þá hæsta atkvæða-
tölu allra meðstj órnenda, eða 71 at-
kvæði, aðrir fengu 38—66 atkvæði“.
Og tveim árum síðar lilaut hann einn-
ig „flest atkvæði allra meðstjórn-
enda, eða 106. Þeir, sem fæst atkvæði
fengu, hlutu 64“. Upp frá þessu eru
stjórnmálin höfuðinntak frásagna
hans, þar til skammt er orðið til bók-
arloka.
III
Nú skyldi maður ætla, að áhuga-
samur lesandi gæti farið að sækja
sér fróðleik um veigamikla þætti sög-
unnar um þá áratugi, sem nú fara í
hönd og eru einn viðburðaríkasti og
örlagaþrungnasti kafli íslandssög-
unnar. En það ber svo við, að við
lestur þessarar stjórnmálasögu Stef-
áns, þá hugsar maður fyrst og fremst
til þess, sem ekki er talað um, enda
eru það merkustu atburðir tímahils-
ins. Hin pólitíska saga Stefáns fær
sitt hæsta ris árið 1938, þegar hann
er kosinn formaður Alþýðuflokksins
við fráfall Jóns Baldvinssonar. Eitt
hið fyrsta, sem býður hans, er upp-
gjör við Framsókn. Þá hafði flokkur-
inn nýlega dregið Harald Guðmunds-
son út úr ríkisstjórninni, en ekkert er
minnzt á ástæður þess annað en það,
að „skilningur framsóknarmanna á
verkalýðshreyfingunni og kjarabar-
áttu hennar (var) oft takmarkaður“,
og „á hinn bóginn ríkti innan Al-
þýðuflokksins, einkum í verkalýðsfé-
lögunum, tortryggni gegn einhliða
bændahagsmunum". Þetta finnst mér
vera ósköp rýr sagnfræði og maður
litlu nær um þjóðfélagsástand þeirra
ára. Þegar á leið þetta ár, var minni-
hlutastjórn Hermanns Jónassonar að
þrotum komin og viðræður tóku að
hefjast um þjóðstjórn. Þá taldi Stef-
án hæpið fyrir Alþýðuflokkinn að
skorast undan að eiga hlut að málun-
um, ekki sízt fyrir það, að þá var „al-
varlegt atvinnuleysi yfirvofandi.“ Þá
veit maður það, að 1938 er atvinnu-
leysi yfirvofandi á íslandi. En að al-
varlegt atvinnuleysi hafi þá verið
staðreynd í 7 ár, það hefur Stefán
Jóhann ekki hugmynd um. 1938 er
það yfirvofandi sem réttlæting þess,
að Stefán tekur sæti í þjóðstjórninni
nafntoguðu, en hún átti aldrei mikl-
um vinsældum að fagna. Um hernám
Breta eru ritaðar 15 blaðsíður, en
sjö þeirra eru helgaðar vandræðun-
um með kommúnista. Atburðarás
hernámsdagsins er rakin, en ekkert
er talað um afstöðu þjóðarinnar og
áhrif þau, sem hemámið hafði á
þjóðfélagið. Það er ekki einu sinni
minnzt á aukna atvinnu, og manni á
náttúrlega að vera það Ijóst, að henn-
ar hafi alls ekki verið þörf, þar sem
atvinnuleysið, sem yfir vofði 1938,
hafi þegar hopað á hæli, þegar Stefán
Jóhann gerðist ráðherra. Stefán ver
nokkru máli til að skýra frá átök-
unum í þjóðstjórninni í ársbyrjun
1942, þegar samstarfsflokkarnir gáfu
396