Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 97
Stefán Jóhann vildi ekki gefast upp
við að færa kommúnista í kaf, fyrr
en hann sprakk.
V
Stjórnmálastarf Stefáns Jóhanns
hefur ekki verið mikils metið og af
mörgum hlotið mikið ámæli. Ef til
vill verður það ámæli þó enn þyngra,
þegar fram líður og hetur kemur í
ljós, hvern þátt stefna hans hefur átt
í menningarlegri og pólitískri niður-
lægingu þjóðarinnar. En þegar ég les
ævisögu hans, eins og hún kemur
honum sjálfum fyrir sjónir, þá er
mér ámæli ekki fyrst og fremst í hug.
Mig langar að skilja þennan mann,
sem ég þekkti einu sinni sem geð-
þekkan skólabróður, og finna sam-
hengið í lífi hans og örlögum.
Þegar ungan mann í byrjun þess-
arar aldar dreymdi um það að þræla
áfram menntabrautina til að húa sig
undir að láta mikið og gott af sér
leiða fyrir þjóðfélagið, þá voru hug-
myndir fremur óljósar um það, hvað
framundan gæti beðið. Þá var lífið
svo einfalt í sniðum í hugum okkar.
Okkur dreymdi hreint ekki um það
að þurfa að fórna miklu í sambandi
við verðandi hlutverk. Við ætluðum
að búa okkur undir að vinna mikið,
og það var gaman að vinna, þess
vegna var lífið framundan geislum
baðað. Við ætluðum ekki að fara að
afsala okkur gæðum lífsins fyrir starf
okkar, þvert á móti fannst okkur það
Sœlir eru. einjaldir
vera lykillinn að því, að við gætum
rækt köllun okkar, að við kæmumst
til metorða og í háar stöður, og það
var dásamleg tilhugsun fyrir unga
menn á þeim tímum. Það varð því
dálítið tormelt, þegar það rennur upp
fyrir manni, að það kostar að afsala
sér því, sem maður hafði átt dýrasta
drauma um, ef maður vildi halda á-
fram að lifa í samræmi við þær siða-
reglur, sem maður vildi lúta með
dýpstri lotningu. Ég er löngu hættur
að álasa þeim, sem kiknuðu, þeir eru
líka orðnir svo voðalega margir, og
það er nokkuð vafasöm hollusta í því
fólgin að bera í brjósti til þeirra
allra þær tilfinningar, sem þó væru
réttmætastar. Vissulega áttum við
allir drauma um góða daga, þar sem
við vorum fínir menn og slökktum
hungur og þorsta margra kynslóða í
hvers konar vellystingum, sem við
ætluðum einnig að hjálpa öðrum til
að öðlast.
I sjálfsævisögu Stefáns Jóhanns
finn ég svo margt, sem minnir á æsku
okkar, og ég get dáðst að því, hve
vel það hefur varðveitzt. Bláfátækur
aldamótadrengur reif sig ekki áfram
til frama og metorða, nema hann liti
nokkuð stórum augum á sjálfan sig
og fyndist hann sjálfur vera nokkurs
konar möndull tilverunnar. Ýmist
venst maður af þessu með aldrinum
eða manni hefur lærzt að láta ekki
mjög mikið á því bera. En þegar
Stefán Jóhann skrifar minningar sín-
399