Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 105
„GaldrafargiS'
að tjá trúarlegan fögnuð sinn og vissu um
náð guðdómsins. Þessir kaflar benda ótví
rætt til trúarlegrar innlifunar, sem var
ekki og er ekki óalgeng meðal trúaðra
manna, án þess þó að slíkir hljóti ætíð að
flokkast til mestu dulsæismanna. Það má
vera að trúarleg reynsla rétttrúnaðar-
manna og guðleg náðarkennd þeirra, sé
af sama toga og reynsla hinna fáu miklu
dulsæismanna, en millum þessara tveggja
hópa er löng leið, þótt þeir ausi báðir af
sama brunni. Rit sr. Jóns sýnir meðal ann-
ars þann styrk, sem rétttrúnaðurinn veitti
játendum sínum, en þeirra hópur var stór
og ástæðulaust er að líkja öllum slíkuin
við dulsæismenn. Kveikjan að fyrirlestri
útgefanda er líkast til vúlger-efnishyggja
tveggja aldamótamanna, sem hafa farið
höndum um þetta rit og var full þörf á
því, að raska kenningum þeirra, án þess
þó að skipa Eyrarklerki í sveit frægustu
dulspekinga. Píslarsagan er sigurhróss hug-
vekja rétttrúnaðarmanns að því er sálar-
heill hans varðar og ákæra á júrista þeirrar
tíðar fyrir það, sem nútímamenn myndu
nefna vægð við ofsótta menn, en sr. Jón
nefndi forsómun valdsmanna í að fram-
kvæma guðs vilja.
Mál og meimmg
Enn er ókomin út síðari félagsbók ársins 1967, en er væntanleg í febrúarmánuði. Er það
Pan eftir Knut Hamsun í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Raunar var búið
að velja aðra félagsbók, en hún varð ekki til frá höfundarins hendi í tæka tíð. Pan kom
fyrst út á íslenzku fyrir meira en fjörutíu árum, og er bókin orðin fágæt fyrir löngu;
með útgáfu hennar vill Mál og menning ekki sízt votta Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi
virðingu sína, en bækur þær sem hann sneri á íslenzku eru með mestu snilldarverkum
íslenzkra þýðingabókmennta.
f undirbúningi er að gera nokkra skipulagsbreytingu á útgáfu Máls og menningar, og
verður félagsmönnum og umboðsmönnum skýrt frá þeim málum innan skamms í sérstöku
boðsbréfi.
Meðal þeirra bóka sem koma út á árinu 1968, ýmist á vegum Máls og menningar eða
Heimskringlu, eru þessar: JarSfrœSi eftir Þorleif Einarsson, allstór bók með miklum
myndakosti ætluð bæði skólum og almenningi; hún kemur út um mánaðamótin febrúar—
marz. — íslenzk þýðing á bók Sigurðar Nordals, Sagalitteraturen, sem kom út á dönsku
1953. — Sænsk skáldsaga, Markurells i Wadköping eftir Hjalmar Bergman. — Ný sk&ld-
saga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. — Ævisaga Skúla Thoroddsens eftir Jón Guðnason, fyrra
bindi. — Ritgerðaúrval, ÞaS sem ég hef skrifaS ..., eftir Skúla Guðjónsson. — Nýtt hefti í
myndlistaflokki Máls og menningar, Paul Gauguin, en fleiri myndlistarbækur eru í undir-
búningi. — Heimskringla hefur nú hafið útgáfu á mjög fallegum og fróðlegum barna-
bókum í samvinnu við belgískt forlag. Fyrstu tvær bækumar, Kristófer Kólumbus og
Edison, eru þegar komnar út, en þriðja bókin í þeim flokki verður Shakespeare og
kemur væntanlega næsta haust.
Aftast í þessu hefti er birt auglýsing um útgáfubækur Heimskringlu 1967. Mönnum
skal sérstaklega bent á að um leið og annað bindi af eddukvæðaútgáfu Jóns Helgasonar,
KviSur af Gotum og Húnum, kom út, var sett á markaðinn ný útgáfa af fyrsta bindinu,
Tveim kviSum fornum, með fáeinum breytingum og viðaukum.
407