Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 39
Óþjóðanna vœnzt
Hví koma hinir virðulegu ræðumenn ekki fram eins og venjulega
og flytja ræður sínar, leggja sitt til málanna?
Vegna þess að von er óþjóðanna í dag,
og þeim eru hvimleið ræðuhöld og mælska.
Hví þetta skyndilega eirðarleysi og óró?
(En hve andlit þeirra eru orðin alvarleg.)
Hví eru strætin og torgin að tæmast af fólki
og allir að hverfa til heimila sinna í þungum hugsunum?
Því að nótt er skollin á, en ekki hefur sézt til óþjóðanna.
Menn hafa komið frá landamærum ríkisins
og greint frá því, að þær sé ekki lengur þar að finna.
Og hvað á nú að verða um okkur án óþjóðanna?
Þær voru þó alltént einhvers konar lausn.
Konnngur Alexandrm
íbúar Alexandríu hafa safnazt saman
til þess að virða fyrir sér börn Kleópötru,
Caesaríon og bræður hans, hina yngri,
þá Alexander og Ptólemeos, sem þeir leiða nú fram
á viðhafnarleikvanginn í fyrsta skipti
til þess að útnefna þá til konungs, hvern um sig,
þarsemþeir standa umluktir skrúðfylkingum hermanna.
Alexander útnefndu þeir til konungs
yfir Medum, Armenum og Pörtum.
Ptólemeos útnefndu þeir til konungs
yfir Sikiley, Sýrlandi og Föníkíu.
Caesaríon stóð ívið framar en þeir,
klæddur var hann í kyrtil úr róslitu silki,
á brjósti hans skartaði vöndur af jasíntum,
341