Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 81
til, heldur aðeins munnlegar sagnir
sem engin leið er að sannprófa hvort
gengið hafa frá manni til manns frá
því að atburðirnir gerðust, eða hvort
þær eru ávöxtur ímyndunaraflsins.
Því er stundum haldið fram að
fólk hafi verið minnugra fyrr á öld-
um en nú gerist. Þetta getur verið, og
er raunar ekki ósennilegt, þótt aldrei
hafi það verið sannað og muni senni-
lega aldrei verða sannprófað. Skiln-
ingarvit þeirra sem nú lifa beramiklu
meira af efni að heila þeirra en hinna
sem voru uppi fyrir hundrað árum,
en sá heili sem fær fátt eitt til varð-
veizlu man það sennilega betur en
hinn sem ævinlega er verið að í-
þyngja með nýju og nýju efni. Ég
hef sjálfur alizt upp með fróðu fólki
og minnugu. Ég hef verið að reyna
að gera mér grein fyrir hvað ég viti
um menn og atburði, annað en það
sem ég hef lesið á bókum, og niður-
staðan er sú, að ég kann fáeinar
sagnir um fólk sem hefur lifað fyrir
um hundrað árum, en ef ég gengi til
fólks sem hefur heyrt sagt frá þessum
sömu mönnum mundi ég líklega geta
sett saman fáeina stutta þætti um ein-
stöku menn og atburði frá þessum
tíma, en hætt er við að tímatal yrði
bágborið ef ég leitaði ekki fróðleiks
í rituðum heimildum. Þetta getur
hver maður sannprófað á sjálfum
sér. Með þetta í huga hygg ég að þeir
sem skrifa um elztu sögu íslendinga
verði að gera sér skýra grein fyrir
Ritlist — varðveizla jróSleiks
þeim möguleikum sem ólæst og bók-
laust fólk hafði á því að geyma stað-
reyndir kynslóð eftir kynslóð.
Margt einkennilegt hefur verið
skráð á bækur og sumt af litlu viti,
því að manneskjan er undarleg líf-
vera og misvitur; en á bókum er
einnig varðveitt þekking sem mann-
kynið hefur aflað sér í meira en tvö
þúsund ár og þessi þekking verður
mannkyninu til æ meira gagns, ef
það kann að fara með hana. Engin
lífvera jarðarinnar hreytir umhverfi
því sem hún lifir í að neinu ráði,
nema maðurinn. Að vísu gera fuglar
sér hreiður, sum dýr grafa holur í
jörðina og sum, t. d. bjórarnir og
maurar, standa í framkvæmdum sem
minna á tilburði mannanna. En eng-
ar breytingar verða á þessum fram-
kvæmdum dýranna frá ári til árs eða
frá kynslóð til kynslóðar, jafnvel
ekki á hinum stórkostlegu bygging-
um mauranna, sem af öllum lífverum
munu líkjast manninum mest í sam-
félagsháttum. Það er ekki að sjá að
nein lífvera stefni að því að ná valdi
yfir umhverfi því sem hún lifir í eða
leitist við að gera sér jörðina undir-
gefna, nema maðurinn. Hvernig
stendur á því að manneskjan er að
þessu brölti?
Hvergi á jörðunni eru lífsskilyrði
manninum svo hagstæð að hannþurfi
ekki að gera sér einhver verkfæri til
að geta dregið fram lífið, en það er
eðli alls lífs, að það leitast af öllum
383