Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 81
til, heldur aðeins munnlegar sagnir sem engin leið er að sannprófa hvort gengið hafa frá manni til manns frá því að atburðirnir gerðust, eða hvort þær eru ávöxtur ímyndunaraflsins. Því er stundum haldið fram að fólk hafi verið minnugra fyrr á öld- um en nú gerist. Þetta getur verið, og er raunar ekki ósennilegt, þótt aldrei hafi það verið sannað og muni senni- lega aldrei verða sannprófað. Skiln- ingarvit þeirra sem nú lifa beramiklu meira af efni að heila þeirra en hinna sem voru uppi fyrir hundrað árum, en sá heili sem fær fátt eitt til varð- veizlu man það sennilega betur en hinn sem ævinlega er verið að í- þyngja með nýju og nýju efni. Ég hef sjálfur alizt upp með fróðu fólki og minnugu. Ég hef verið að reyna að gera mér grein fyrir hvað ég viti um menn og atburði, annað en það sem ég hef lesið á bókum, og niður- staðan er sú, að ég kann fáeinar sagnir um fólk sem hefur lifað fyrir um hundrað árum, en ef ég gengi til fólks sem hefur heyrt sagt frá þessum sömu mönnum mundi ég líklega geta sett saman fáeina stutta þætti um ein- stöku menn og atburði frá þessum tíma, en hætt er við að tímatal yrði bágborið ef ég leitaði ekki fróðleiks í rituðum heimildum. Þetta getur hver maður sannprófað á sjálfum sér. Með þetta í huga hygg ég að þeir sem skrifa um elztu sögu íslendinga verði að gera sér skýra grein fyrir Ritlist — varðveizla jróSleiks þeim möguleikum sem ólæst og bók- laust fólk hafði á því að geyma stað- reyndir kynslóð eftir kynslóð. Margt einkennilegt hefur verið skráð á bækur og sumt af litlu viti, því að manneskjan er undarleg líf- vera og misvitur; en á bókum er einnig varðveitt þekking sem mann- kynið hefur aflað sér í meira en tvö þúsund ár og þessi þekking verður mannkyninu til æ meira gagns, ef það kann að fara með hana. Engin lífvera jarðarinnar hreytir umhverfi því sem hún lifir í að neinu ráði, nema maðurinn. Að vísu gera fuglar sér hreiður, sum dýr grafa holur í jörðina og sum, t. d. bjórarnir og maurar, standa í framkvæmdum sem minna á tilburði mannanna. En eng- ar breytingar verða á þessum fram- kvæmdum dýranna frá ári til árs eða frá kynslóð til kynslóðar, jafnvel ekki á hinum stórkostlegu bygging- um mauranna, sem af öllum lífverum munu líkjast manninum mest í sam- félagsháttum. Það er ekki að sjá að nein lífvera stefni að því að ná valdi yfir umhverfi því sem hún lifir í eða leitist við að gera sér jörðina undir- gefna, nema maðurinn. Hvernig stendur á því að manneskjan er að þessu brölti? Hvergi á jörðunni eru lífsskilyrði manninum svo hagstæð að hannþurfi ekki að gera sér einhver verkfæri til að geta dregið fram lífið, en það er eðli alls lífs, að það leitast af öllum 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.