Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 56
Timarit Máls og menningar
og áðuren ég fæ áttað mig til fulls er hann á burtleiö, ekki aðeins undir vatns-
borðið heldur í jörð niður, aftur gegnum botninn á Loch Ness. Hvað sjálfan
mig áhrærir hefur þetta síðastnefnda alltaðþví örlagaríkar afleiðingar. Allur
sá hluti skrokksins sem framtil þessa hafði verið vatni hulinn og undinn upp
í risastóra hringi einn utanyfir annan alltfrá botni til borðs, allir þessir
hringir rakna nú snögglega sundur og hinn yfirskilvitlegi sperriturn leitar
botns í óðagoti og hverfur sem ör innum neðanjarðargöng sín í átt að
jarðarmiðju. Þá opnast um leið sjálft vatnsborðið svoað sér niður á sjö-
tugt djúp, heljarmikill straumsvelgur, svimandi hringrás — og andartak
veg ég salt á röndinni, örskotsbrot úr — ja, eilífð, þar sem allt og sumt sem
ég fæ greint er spegilmynd tunglsins í miðri þessari reginþungu röst: rétt-
einsog dansaði það hlálega áhyggjulaust þessa stund í víti sjálfu. — Þvínæst
sogast ég niður.
Þegar mér skýtur aftur upp á yfirborðið kem ég auga á eitthvað gulleitt,
sem flýtur eins og appelsínubörkur á vatninu nokkra metra frá mér. Hamingj-
an góða, þetta er þá dauðtryggur gúmbáturinn minn og að auki kominn á
réttan kjöl. Ég klöngrast um horð allshugarfeginn og tek stefnuna að landi.
Vistir og útbúnaður allur er í bezta lagi; aðeins viskíið er — því miður —
horfið.
Og nú er eftir að vita, hvort ég fæ það bætt hjá ritstjóranum mínum.
Elías Mar þýddi.
358