Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 56
Timarit Máls og menningar og áðuren ég fæ áttað mig til fulls er hann á burtleiö, ekki aðeins undir vatns- borðið heldur í jörð niður, aftur gegnum botninn á Loch Ness. Hvað sjálfan mig áhrærir hefur þetta síðastnefnda alltaðþví örlagaríkar afleiðingar. Allur sá hluti skrokksins sem framtil þessa hafði verið vatni hulinn og undinn upp í risastóra hringi einn utanyfir annan alltfrá botni til borðs, allir þessir hringir rakna nú snögglega sundur og hinn yfirskilvitlegi sperriturn leitar botns í óðagoti og hverfur sem ör innum neðanjarðargöng sín í átt að jarðarmiðju. Þá opnast um leið sjálft vatnsborðið svoað sér niður á sjö- tugt djúp, heljarmikill straumsvelgur, svimandi hringrás — og andartak veg ég salt á röndinni, örskotsbrot úr — ja, eilífð, þar sem allt og sumt sem ég fæ greint er spegilmynd tunglsins í miðri þessari reginþungu röst: rétt- einsog dansaði það hlálega áhyggjulaust þessa stund í víti sjálfu. — Þvínæst sogast ég niður. Þegar mér skýtur aftur upp á yfirborðið kem ég auga á eitthvað gulleitt, sem flýtur eins og appelsínubörkur á vatninu nokkra metra frá mér. Hamingj- an góða, þetta er þá dauðtryggur gúmbáturinn minn og að auki kominn á réttan kjöl. Ég klöngrast um horð allshugarfeginn og tek stefnuna að landi. Vistir og útbúnaður allur er í bezta lagi; aðeins viskíið er — því miður — horfið. Og nú er eftir að vita, hvort ég fæ það bætt hjá ritstjóranum mínum. Elías Mar þýddi. 358
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.