Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 16
Timaril Máls og mcnningar
vel menntaður og frjáls, svo að þeir
sem vita fái hjá honum skynsamlega
áheyrn og þeir sem ráða telji sjálf-
sagt að standa honum ábyrgð gerða
sinna. Slíkan almenning og slíka
menn er því miður torvelt að finna
nú orðið í Bandaríkjunum, sem þýð-
ir jafnframt, að Iýðræði á sér þar
ekki lengur stoð í þekkingu.
Hinn dæmigerði áhrifamaður í
handarísku þjóðlífi nútímans er
meðalmaður í andlegum skilningi,
stundum ötull, en engu síður meðal-
maður. Andleg vangeta hans kemur
þó aðeins í ljós, þegar hann endrum
og eins af tilfinningalegum ástæð-
um telur sig þurfa að skifta sér af
máli, sem hann reynist svo ófær að
leysa. Venjulega gætir hann þess þó
vandlega, að láta ekki tilfinningarnar
koma upp um sig, ræður hans á opin-
berum vettvangi eru almenns eðlis,
guðrækilegar og mærðarfullar, hörku-
legar og djarfmannlegar, innantómar
og glaðbeittar eftir atvikum. Hann er
móttækilegur fyrir þeim hugmyndum
einungis, sem eru útþynntar, endur-
sagðar, þriðja flokks. Á þessari öld
símtalsins, minnisbókarinnar og upp-
lýsinga í útdráttarformi er hann hinn
sanni höfðingi og herra.
Með því að kalla þessa menn með-
almenn í andlegum skilningi á ég
ekki við, að þeir geti ekki stundum
haft sæmilega greind, þó að það sé
ekki endilega sjálfgefið. Hér er ekki
um að ræða eins konar dreifingu
„greindar“ í misjöfnum skerfum,
rétt eins og greind væri eitthvað
sjálfu sér samlíkt, eitthvað einform-
að, sem sumir fá minna af, aðrir
meira. Hér er fyrst og fremst um að
ræða tegund greindar, eðli þess hug-
ar, sem er valinn og mótaður, hvort
finnanleg séu hæfni og vilji til sjálf-
stæðrar, skynsamlegrar hugsunar og
mats, en slíkt hefur megingildi í lífi,
lund og hátterni sérhvers manns.
Slíkt gildi er ekki að finna í hugar-
heimi hinnar bandarísku valdastéttar.
1 þess stað koma „dómgreind“ og
„kraftur“, sem reynast miklu gagn-
legri í velgengnibaráttunni en víð-
feðm og hárfín hugsun.
Allt í kring og rétt fyrir neðan
hinn valdamikla athafnamann eru
hinir tæknifróðu liðsforingjar valds-
ins, sem hefur verið fengið það
hlutverk að kunna og jafnvel tala:
blaðafulltrúar, staðgengill, ritarar,
aðstoðarmenn við framkvæmda-
stjórn. Og ekki má gleyma blessuðum
Nefndunum. Með vaxandi fjölda
slíkra sérhæfðra milliliða milli valds
og ákvörðunar minnkar þekking og
geta valdhafa til sjálfstæðs mats, sem
aftur leiðir til reiðuleysis og stefnu-
leysis.
Þekkingarskortur hinna útvöldu
handhafa valdsins helzt í hendur við
hina ískyggilegu hafningu sérfræð-
inga til áhrifa á öllum mögulegum
sviðum. Þegar varnarmálaráðherr-
318