Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 63
Þrjú skáld
uð. Þetta afrek Stephans verður ávallttaliðtilfurðuverkaíslenzkrabókmennta,
en enginn skyldi ætla að það hafi verið höfundi þrautalaust. Stephan trúði
ekki á auðfengna sigra eða ókeypis framfarir. Hann vissi hvað þroski kostar,
að hann gat orðið „þungbær styrknum stundum“. En bjartsýni sú og lífs-
speki sem kvæði hans tjá, eru og verða lesendum til hressingar og hugar-
léttis þegar vonleysi og svartsýni sverfa að. Þá er hollt að minnast orða
Stephans um „að hugsa ekki í árum, en öldum, / að alheimta ei daglaun
að kvöldum“.
Hannes Hafstein ejtir Sverri Kristjánsson
I veðurfarssögu Islands á 19. öld eru árin 1881 og ’82 talin einhver þau
grimmustu sem um getur. Á þeim árum gekk vorið framhjá íslandi án þess
að kasta á það kveðju. Hafísinn læsti krumlum um Norðurland, en um Suð-
urland er það sagt árið 1882, að þar hafi í maímánuði geisað stórviðri með
sandroki og grjótfoki. í þeim mánuði barst til íslands kver eitt ekki æði
stórt í sniðum, tímaritið Verðandi, útgefendur fjórir ungir menntamenn ís-
lenzkir í Kaupmannahöfn. Einn þessara manna var Hannes Hafstein, þá lið-
lega tvítugur stúdent. Hann átti flest ljóðin í þessu tímariti, sem var fyrsti
boðberi raunsæisstefnunnar á vettvangi íslenzkra bókmennta. Þar birti hann
kvæðið Stormur og sendi hinni vorlausu íslenzku þjóð:
Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund
og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund,
en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur
og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.
Þessi ungi sonur lslands virtist ekki eiga sér neina ósk heitari en mega berj-
ast í návígi við hinar harðhentu höfuðskepnur ættjarðar sinnar, því að enn
kvað hann:
Að kljúfa rjúkandi kalda gegn
það kætir hjartað í vöskum hal. —
Ég vildi það yrði nú ærlegt regn
og íslenzkur stormur á Kaldadal.
365