Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 71
kvikindi þarf heilinn að muna fjöl-
mörg einkenni á hverri tegund, en að
auki þau sérkenni sem greina eina
tegund frá 1999 öðrum, og er þá
hætt við að fjöldi minniseininga, ef
svo má að orði komast, verði gróf-
lega mikill. En það er minninu til
stuðnings, að efni sem þessu skipar
mannshugurinn í kerfi, þar sem ein
minniseining styður aðra.
Það tekur manninn nokkum tíma
að afla sér lífsreynslu og fróðleiks,
en þar sem mennirnir eru búnir þeim
hæfileika, að þeir geta miðlað hver
öðrum af viti sínu, þá hlaut smám
saman að koma að því, að fróðleikur
og vitneskja sem að gagni máttikoma
gat varðveitzt frá kynslóð til kynslóð-
ar, þannig að hver einstaklingur gat
notfært sér þann vísdóm sem aðrir
menn höfðu aflað sér, bæði sam-
tímamenn, nýdauðir menn eða e. t. v.
þeir sem voru löngu horfnir; þannig
varð það ekki aðeins einn heili, ein
vél, sem vann að úrlausnunum, held-
ur margir heilar, margar vélar, sem
lögðu saman. Forréttindi mannsins
um fram önnur dýr jarðarinnar voru
þá orðin þau, að hann hafði heila
sem var nógu stór og nægilega full-
kominn til þess að hann gat leyst
þá þraut að láta marga heila vinna
saman.
Við vitum ekki hvenær eða hvern-
ig maðurinn lærði að tala, en aug-
lj óst er að þá hafa fyrir alvöru skilið
leiðir manna og dýra. Það er óþarfi
Ritlist — varðveizla frððleiks
að minna á að menn talast við með
því að gefa frá sér hljóð; hljóð er
bylgjuhreyfing í loftinu sem fer til-
tölulega hratt, en af eðli þess leiðir,
að talað orð hljómar meðan það er
sagt, en síðan er það horfið, ef ekki
hafa verið notuð þau tæki sem á síð-
ustu áratugum hafa verið fundin upp
til að veiða hljóð og geyma, þar á
meðal mælt mál, en þau tæki eru svo
ný, að áhrif þeirra á þróun menning-
arinnar eru ekki fyllilega komin í
Ijós. Sá sem man hvað hann hefur
sagt getur vitanlega endurtekið það,
og þetta gera menn og hafa gert frá
aldaöðli, og hafa sumir orðið lítt vin-
sælir fyrir, einkum þeir sem einlægt
eru að segja sömu söguna. Sá sem
hlustar á annan mann tala varðveitir
oftast nær í minni sínu, um langan
eða skamman tíma, eitthvað af því
sem hann hefur heyrt, að minnsta
kosti ef hann ætlar sér það, en af
þessu leiðir að einn maður getur
kennt öðrum, og fer það vitanlega
eftir efni því sem kennt er, hvort ein-
vörðungu er notað talað orð við
kennsluna, eða nemandanum er sýnt
hvað hann á að gera og hvernig hann
á að fara að því. Það er undir minni
manna komið hve margfróðir þeir
geta orðið, en minnugir og marg-
fróðir menn hafa frá örófi alda safn-
að í heilabú sitt vitneskju sem mann-
kyninu var höfuðnauðsyn að sem
flestir gætu fært sér í nyt. En þegar
fróðleiksmaðurinn deyr, er allur hans
373