Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 104
Tímarit Máls og menningar um, guði eða Kristi og djöfli, hvorttveggja var sautjándu aldar mönnum algjör staff- reynd og einnig galdratrúin, reyndar í mis- munandi ríkum mæli. Kristur og Anti- kristur voru andstæður í sama kerfi og samkvæmt þeirrar tíðar skoðun, hvor ann- arri nauðsynlegar að vissu marki. Það sem útgefandi nefnir „hjátrú og truflun" er mat nútímans, tíð sr. Jóns taldi það sem nútíminn metur þannig staðreyndir og æðstu skynsemi. Orvænting sr. Jóns er því ekki truflun, nema að svo miklu leyti sem örvænting getur birzt ókunnugum sem trufl- un. Og hjátrú 17. aldar er okkar mat og nafn- gift, hún var þeirrar tíðar mönnum skynsemi. Brynjólfur biskup Sveinsson skrifar snemma írs 1656: „Djöfullinn hefur hér á landi mesta makt, af því að menn óttast hann of mjög ... En þá hann er forsmáður (þ. e. djöf- ullinn), með því að hann er drambsamur andi og líður það ógjama, þá mun dofna hans áræði, komi þar til alvarlegur guðs- ótti, bænin og ástundun kristilegs lífernis ...“ Biskupi hefur þótt nóg um óttann við djöfulinn, þótt hann efaði ekki kraft hans og vald. Fagnaðarstundir sr. Jóns og örvænting hans voru af sama toga, sprottnar af kerf- isbundnum rétttrúnaði og innlifun í trú. Samsömun við guðdóminn og ofsóknir djöfulsins ber að rekja til sömu forsend- unnar, rétttrúnaðar aldarinnar. Ef ofsóknir djöfulsins, sem sr. Jón þóttist verða fyrir eru taldar bilun og hjátrú, þá má einnig telja fagnaðarstundir hans stafa af sömu ástæðum, en þetta eru tveir pólar 17. aldar kristni. Utgefandi segir: „En hitt er tor- sóttara, að sjá og meta margt í menningu horfinna kynslóða, sem flækt er saman við fjarstæðar hugmyndir, en ef til vill engu haldminna en festirnar í lífakkerum nú- tímans“. Það, sem nú þykir „fjarstæðar hugmyndir“ 17. aldar um galdra og djöful, var þeirrar tíðar mönnum skynsemi og hluti þeirrar arfleifðar, sem við höfum þegið frá þessttm tímum, og er sú arfleifð harla mikil. Rit sr. Jóns er einstakt eins og útgefandi segir og jafnframt hæpin samtíðarlýsing almenns hugsunarháttar hérlendis. Galdra- óttinn var ekki jafn megn hjá öllum þorra manna og sr. Jóni, en það var ef til vill af þeim ástæðum, að rétttrúnaðaraldan hafði hérlendis ekki náð þeirri hæð, sem hún náði erlendis. fslendingar voru nokkuð á eftir sínum tíma eins og oft var og er, en áhrifanna gætti þó með einstaka manni, og afrakstur þeirra er þetta rit. Lítið sem ekkert er vitað um forsend- urnar að því, að þeir feðgar Jónar Jóns- synir ofsóttu prestinn Jón Magnússon, eins og hann telur hafa gerzt. Höfundur útmálar kvalir sínar og ofsóknir djöflanna af mik- illi orðkynngi, en slíkur stílsmáti var mjög tíðkaður á barokk-tímum. Ofhleðslan var svipuð í bókmenntum tímabilsins og list- um. Á öld rétttrúnaðarins var mjög iðkað að útmála vald djöfulsins og kraft á sem hryllilegastan hátt og kvalir fordæmdra í helvíti. Stíll slíkra útmálana varð mjög þróaður og mikið eftirlæti presta. Þeir náðu margir hverjir hæst í ræðusnilld, þegar þeir ræddu þessi efni og vinsældir efnisins má sjá á því, að kver Rasmusar Winters: Einn lítill sermon um helvíti, var prentaður tvisvar á 17. öld og í þriðja sinn rétt eftir aldamótin 1700. Bækur sem þessi hafa átt sinn þátt ásamt öðrum ritum í svipuðum stíl í að móta stílsmáta sr. Jóns. Hann ber einkenni aldarinnar, of- hlaðinn og líkingafullur, en jafnframt per- sónulegur, þrátt fyrir klisjurnar. Útgefandi segir í fyrirlestri sínum, að rit þetta skipi „honum á bekk með gáfuðustu ritsnilling- um vorum“. Útgefandi vill einnig telja sr. Jón meðal mestu dulsæismanna fyrr og síðar (bls. 44) og rökstyður það með þeim fáu köflum ritsins, þar sem sr. Jón reynir 406
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.