Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 113
Ú rklippur í Þýzkalandi er ekki í skjólri svipan eins marga síðhærða og annarlega klædda unglinga að sjá og í Englandi. En ókyrrð- in er þar einnig. Fyrir fáum dögum bar það við, að í sjónvarpi voru saman leiddir ýmsir þekktir forustumenn, einkanlega úr hópi flokks Sosialdemokrata þar í landi og synir þeirra, sem voru mjög á öndverðum meiði við feður sína. Þessi skoðanamunur er raunar enn meira áberandi í Þýzkalandi um þessar mundir af því, að Sosial demo- kratar eru tiltölulega nýkomnir í ríkis- stjórn í samvinnu við Kristilega lýðræðis- flokkinn og komst sú samvinna á mjög á móti vilja vinstri arms Sosial demokrata. Enda telja vinstri mennirnir flokksforingja sína hafa komið óhæfilega litlu áleiðis með stjórnarveru sinni. Sérstaklega var til þess vitnað, að saman hefðu verið leiddir Brandt utanríkisráðherra og sonur hans. Brandt hafði hiklaust lýst yfir því, að hann væri ósammála hinum yngri mönnum, þar á meðal sínum eigin syni, en þó væri sjálfsagt að athuga einnig þeirra sjónar- mið. Sumum virtist þessi sjónvarpsþáttur hafa verið býsna hæpinn. Að vonum hneyksluðust þeir þó miklu meira á því sem ungur Berlínarstúdent, Teufel að nafni, hafði lýst yfir, þegar hann sagði að Berlínarbúa vanti íkveikjumenn á horð við þá, sem að verki hefðu verið í Brussel fyrir nokkrum mánuðum, þegar vöruhúsið mikla hrann þar. Menn furðuðu sig því meira á þessum óskaplegu öfgum, þar sem hinn ungi maður var sagður bráðgáfaður og í sjálfu sér ekki ómannvænlegur, er hann hefur gerzt leiðtogi í þýzkum félags- skap Maoista og virðist hafa óþrjótandi peninga til útbreiðslu öfgakenninga sinna. Athyglisvert er, að ýmsir vinstri menn sem hafa ætlað að ærast yfir því, að öfga- flokkar til hægri hafa unnið á örfá prósent í sumuin héruðum Þýzkalands, reyna að gera sem minnst úr öfgum Teufels-liða svo ofboðslegir sem þeir eru, einungis af því, að þeir eru hafðir í frammi af öfgaskepn- um til vinstri en ekki hinum til hægri. Þvílík tvöfeldni gerir að verkum að vax- andi fjöldi fær ógeð á öllum málflutningi vinstri manna. Sem betur fer vaxa flestir frá þvílíkum öfgum eftir því, sem árin færast yfir þá. Enginn skyldi þó halda að það eitt, að örfgar eru hafðir í frammi af æskufólki, réttlæti þá. Þvert á móti sýnir reynslan, að öfgar æskulýðs hafa oft hinar hörmulegustu afleiðingar í för með sér. Að vísu lifum við nú óvenjulega óróatíma í þessum efnum. En svipað má segja mn ástandið á milli stríðsárunum, árunum 1920 til 1939. Vöxtur kommúnisma og nas- isma á þeim árum var fyrst og fremst vegna fylgis æskulýðsins við þessar öfga- stefnur. Menn átta sig oft ekki á því eins og skyldi, að nasisminn var fyrst og fremst æskulýðshreyfing. Ut af fyrir sig er það fyrirgefanlegt að æskumenn láti um skeið blekkjast af öfgum. í Þýzkalandi gafst hinum ungu fylgjendum nasismans hins vegar ekki færi á því að átta sig nógu tímanlega ... S. D. tók saman. 415
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.