Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 93
til Sjálfstæðisflokksins gamla, og
þegar hann klofnar langs og þvers
1915, þá lenti hann þversum með
þeim Skúla og Bjarna frá Vogi. En
nú taka fleiri þættir að blandast inn
í. Róttækari armur Sj álfstæðisflokks-
ins gerði samband við alþýðuhreyf-
ingu verkamanna, „sem fálmandi var
þá að festa rætur“, að því er Stefán
segir, og 1916 var Jörundur Brynj-
ólfsson sameiginlegur frambjóðandi
þessara tveggja aðila við kosningar
til alþingis. Stefáni fannst eitthvað
nýtt vera á ferðinni, þar sem fór hin
nýja hreyfing alþýðunnar. Honum
datt í hug, að hér væri einmitt það,
sem koma ætli. Um sama leyti skell-
ur á sjómannaverkfall í Reykjavík.
Það var mikill viðburður og hristi
upp í fólkinu. Það kom líka við skóla-
sveininn Stefán Jóhann. Einu sinni
hafði hann verið skútusjómaður, og
hann minntist, hve félagar hans
höfðu verið góðir og störf þeirra ó-
metanleg. Og Stefán rifjar þetta upp
á strangheiðarlegan hátt. Hann tekur
afstöðu með sjómönnunum, en ekki
heils hugar. „í huga mínum hafði ég
fyllstu samúð með þeim“, segir hann,
en hann skorti „þrek, skilning og afl
áhugans til þess að rísa til stuðnings
þeim í baráttunni“, segir hann. Og
hann gerir sér líka grein fyrir ástæð-
unni: „Menntamannsórar lögðu enn
farg á hugsanir mínar og tilfinning-
ar.“ Menntamannsórar þessara ára
koma víðar við sögu. Jafnaðar-
ScbIít erv. einfaldir
stefnan hafði fest djúpar rætur á
Bretlandi, Norðurlöndum og Þýzka-
landi, og áhugasamir menntamenn á
íslandi sökktu sér niður í bókmennt-
ir um fræðilegar hliðar sósíalismans
til þess að gera sér grein fyrir lögmál-
um félagslegrar þróunar. Þessar bók-
menntir lásu þeir og ræddu félagarn-
ir Stefán og Jón Thoroddsen. En eft-
ir á áttar Stefán sig á því og lætur
þess getið, að í hugum þeirra hafi
leynzt „vanmat á minna skólagengn-
um mönnum í forustuliði verkalýðs-
ins“. Stúdentsárið sitt 1918 gerðist
Stefán flokksbundinn í Alþýðuflokkn-
um, og í sambandi við fyrstu kynni
af hinum nýju starfsbræðrum finnst
honum ,„suma fullorðna menn úr
röðum verkalýðssamtakanna skorti
fræðilega þekkingu og þeir miða af-
stöðu sína um of við kröfur um
hækkað kaup, ekki hafa til að bera
hita hugsjónamannsins“.
1922 verður Stefán kandidat í lög-
fræði, 28 ára að aldri, og tekur þeg-
ar upp starf sem lögfræðingur. Á
þessum árum er hann orðinn þess
fullviss, að hann á að steypa sér af
öllu afli út í stjórnmálabaráttuna.
Hann viðurkennir það ósköp elsku-
lega, að sterkt afl í þeirri ákvörðun
var framalöngun, svo sem verða vill
með ungum mönnum. Hann vildi
hasla sér völl, hvergi víkja, fremur
en Jón Sigurðsson. Og sigrarnir bíða
á næsta leyti: Þrítugur að aldri var
hann kosinn í flokksstjórn Alþýðu-
395