Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 11
einstaklinganna er fórnað á markaði,
þar sem verzlað er með persónuleika
í því skyni að stuðla að persónulegri
velgengni. Sá sem vill „komast áfram“
verður án afláts að sannfæra aðra og
einnig sjálfan sig um, að hann sé ann-
að en hann er, þar sem ferill hans
veltur á því, að hann fái inngöngu í
klíkurnar, en þar koma oft aðrar á-
stæður til greina en hæfni og sérstak-
ur dugnaður.
Valdaklíkur Bandaríkjanna stað-
hæfa með stolti, að meðlimir þeirra
hafi hafizt til vegs og virðingar fyrir
eigin tilverknað einvörðungu. Það er
só ímynd, sem þær gera sér af eigin
ágæti, sú þjóðsaga, sem þær dreifa
þvert og endilangt um sjálfa sig. Vin-
sælar smásögur um feril einstakra
manna eru taldar vel fallnar til að
sanna slíka staðhæfingu á almennum
vettvangi; fræðileg sönnun er talin
hvíla á tölfræðilegum athugunum,
sem fengið hafa á sig eins konar
helgiblæ, þar sem sýnt er fram á að
tiltölulega margir menn í hinum
æðstu embættum og áhrifastöðum
séu synir lágstéttamanna. Mikilvæg-
ara en fjöldi láglaunamannasona í
valdastöðum er þó, hvað hefur ráðið
því, að þeir hafa yfirleitt komizt í
slíkar stöður og hverjir hafa haft þar
ákvörðunarvald. Hafning manna til
valda krefst ekki endilega framúr-
skarandi hæfileika sem nauðsynlegr-
ar forsendu. Jafnvel þótt þeim hlut-
Siðleysi velgengninnar
fallstölum, sem nú eru teknar gildar,
væri snúið við, og níutíu af hundr-
aði hinna „útvöldu“ væru synir lág-
launamanna, væri ekki endilega gefið
að draga af því ályktun um sérstaka
hæfni þeirra. Því aðeins að verð-
skuldun og hæfni móti mælikvarðann
er unnt að gera ráð fyrir slíku í töl-
fræðilegum niðurstöðum athugana af
þessu tæi. Sú hugmynd, að sjálfhaf-
inn (self-made) maður sé með ein-
hverjum hætti „góður“, en ætthaf-
inn (family-made) maður „síðri“,
fær því aðeins staðizt siðfræðilega
séð, að ferill hans sé sjálfstæður, ó-
háður afskiptum annarra. Hugmynd-
in fengi einnig staðizt í ströngu skrif-
finnskuveldi, þar sem próf ákvarða
allan frama. í kerfi valdastofnana,
þar sem klíkuskapur ræður mestu um
val manna í áhrifastöður, fær hún
illa staðizt.
Sálfræðilega séð er fyrirbærið
„sjálfhafinn maður“ ekki til. Enginn
býr til sjálfan sig, allra sízt hafa þeir
gert það, sem skipa æðstu sæti í
bandarísku þjóðlífi. í heimi auð-
hringa og samsteypufyrirtækja eru
menn valdir í stöður og embætti af
þeim, sem eru staddir hærra í vel-
gengnistiganum, samkvæmt þeim
mælikvörðum, sem þeim þóknast að
nota. Þeir sem hyggja á frama reyna
því að laga sig eftir þeim mælikvörð-
um og mótast af þeim. En allt fer að
óskum þeirra, veitir það „mannsmót",
sem þeir öðlast með þessum hætti,
313