Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 83
Árni Bergmann
Hjá Erenbúrg
Ilja Erenbúrg var fjölhæfur rithöf-
undur og afkastamikill: hann skrif-
aði pólitískar furðusögur og gyðing-
legar skehnissögur, uppbyggingar-
sögu frá Síberíu og ljóðrænar ástar-
játningar til Parísar, hatrammar og
gáfulegar greinar gegn Hitler og síð-
ar atómbombunni. Og hann vann
það afrek sem er fremur sjaldgæft í
hans stétt: að skrifa sína beztu bók á
æfikvöldi. Ég á við minningar hans,
Mennirnir, árin, lífið,sem byrjuðu að
koma út árið 1959; frá siðasta hluta
þess verks lézt Erenbúrg í haust.
Þetta rit er ekki einungis skrifað af
fágætu andlegu fjöri, segir ekki að-
eins stórmerka sögu manns sem hef-
ur gist margar borgir og kynnzt við
fleira fólk en Ódysseifur. Það varð
stærstur þáttur hlákunnar frægu í
sovézku menningarlífi. Þangað sótti
eldri kynslóð uppreisn til handa þeim
mönnum og viðhorfum sem höfðu
verið ofurseld skipulagðri gleymsku
á stalínstíma; yngri kynslóð sótti
þangað þekkingu á mikilvægum at-
riðum í sovézku og evrópsku menn-
ingarlífi, sem hún hafði til þessa
haft óljósar spurnir af, en gat illa án
verið í viðleitni sinni til endurmats
og nýrrar viðmiðunar. Og að þessum
endurminningum beindu formælend-
ur þröngs rétttrúnaðar og opinberrar
bjartsýni þungum skeytum. Endur-
minningarnar birtust fyrst í tímarit-
inu Noví mír og var ekki um annað
meira talað þá mánuði.
Haustið 1961 byrjaði ég að þýða
fyrstu bók endurminninganna (birt-
ist síðar í Þjóðviljanum). Af tilvilj-
un tókst mér að hafa þetta dútl að til-
efni til að tala stundarkorn við Eren-
búrg heima hjá honum við Gorkí-
stræti í Moskvu. Ég held þetta rabb
gefi nokkra hugmynd um viðhorf Er-
enbúrgs og viðfangsefni síðari árin;
því er það nú sett á prent. Konan
mín, Lena, varð mér samferða, hún
vildi skila til Erenbúrgs þakklæti frá
ættingjum sínum fyrir hlýlega kafla
um eftirlæti þeirra og frænda, pólska
skáldið Julian Tuwim — svo og segja
honum frá síðustu heimsókn Julians
til Moskvu.
Á stóru skrifborði lá bók um
blómarækt og Saga rússneskrar list-
ar. Til hliðar var haugur af allskonar
reykjarpípum; fyrir margt löngu
setti Erenbúrg saman þrettán pípu-
sögur. Á litlu borði var nýútkomið
25 TMM
385