Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 83
Árni Bergmann Hjá Erenbúrg Ilja Erenbúrg var fjölhæfur rithöf- undur og afkastamikill: hann skrif- aði pólitískar furðusögur og gyðing- legar skehnissögur, uppbyggingar- sögu frá Síberíu og ljóðrænar ástar- játningar til Parísar, hatrammar og gáfulegar greinar gegn Hitler og síð- ar atómbombunni. Og hann vann það afrek sem er fremur sjaldgæft í hans stétt: að skrifa sína beztu bók á æfikvöldi. Ég á við minningar hans, Mennirnir, árin, lífið,sem byrjuðu að koma út árið 1959; frá siðasta hluta þess verks lézt Erenbúrg í haust. Þetta rit er ekki einungis skrifað af fágætu andlegu fjöri, segir ekki að- eins stórmerka sögu manns sem hef- ur gist margar borgir og kynnzt við fleira fólk en Ódysseifur. Það varð stærstur þáttur hlákunnar frægu í sovézku menningarlífi. Þangað sótti eldri kynslóð uppreisn til handa þeim mönnum og viðhorfum sem höfðu verið ofurseld skipulagðri gleymsku á stalínstíma; yngri kynslóð sótti þangað þekkingu á mikilvægum at- riðum í sovézku og evrópsku menn- ingarlífi, sem hún hafði til þessa haft óljósar spurnir af, en gat illa án verið í viðleitni sinni til endurmats og nýrrar viðmiðunar. Og að þessum endurminningum beindu formælend- ur þröngs rétttrúnaðar og opinberrar bjartsýni þungum skeytum. Endur- minningarnar birtust fyrst í tímarit- inu Noví mír og var ekki um annað meira talað þá mánuði. Haustið 1961 byrjaði ég að þýða fyrstu bók endurminninganna (birt- ist síðar í Þjóðviljanum). Af tilvilj- un tókst mér að hafa þetta dútl að til- efni til að tala stundarkorn við Eren- búrg heima hjá honum við Gorkí- stræti í Moskvu. Ég held þetta rabb gefi nokkra hugmynd um viðhorf Er- enbúrgs og viðfangsefni síðari árin; því er það nú sett á prent. Konan mín, Lena, varð mér samferða, hún vildi skila til Erenbúrgs þakklæti frá ættingjum sínum fyrir hlýlega kafla um eftirlæti þeirra og frænda, pólska skáldið Julian Tuwim — svo og segja honum frá síðustu heimsókn Julians til Moskvu. Á stóru skrifborði lá bók um blómarækt og Saga rússneskrar list- ar. Til hliðar var haugur af allskonar reykjarpípum; fyrir margt löngu setti Erenbúrg saman þrettán pípu- sögur. Á litlu borði var nýútkomið 25 TMM 385
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.