Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 8
Tímarit Máls og menningar
arins fá í sinn hlut meiri og stöðugri
auglýsingu og lýðhylli, eftir ]iví
sneyðist um slíkt meðal hinna ,,út-
völdu“ valdhafa. Þannig draga aukn-
ar vinsældir skemmtistjarnanna úr
þjóðfélagslegum sýnileik hinna „út-
völdu“ eða öllu fremur mætti orða
það svo, að almenningur sjái hina
„útvöldu“ einungis í því ljósi, sem
leikur um það frægðarfólk, sem
skemmtir og styttir mönnum stundir
— ellegar vekur þá andstyggð, eftir
því sem hver vill hafa hverju sinni.
Vöntun á traustum siðfræðilegum
hakhjalli gerir allan fjöldann opinn
fyrir áhrifum frá heimi auglýsinga-
og skemmtanaiðnaðarins. Þar kem-
ur að slík umbylting á gildum og
mati, sem yfir menn veltur, framkall-
ar hjá þeim sjálfbyrgingshátt kald-
rifjaðrar sérhyggju, eins konar
Machiavellisma í vasahroti. Þannig
lærist mönnum að njóta þess, að hin-
ir ríku eigi sér forréttindi og hinir
sviðsfrægu næturlíf.
Þó er enn að finna eitt handarískt
gildi, sem ekki hefur hnignað að
marki: gildi peninga og þeirra hluta,
sem fyrir þá fást, — jafnvel á verð-
bólgutímum virðast þeir álíka traust-
ir og varanlegir og harðasta stál. „Ég
hef verið rík og ég hef verið fátæk,“
er haft eftir Sophie Tucker, „og trúið
mér, það er betra að vera rikur.“ (í-
vitnun í Time, 16. nóvember 1953).
Eftir því sem öðrum gildum hnignar
breytist spurning Randaríkjamanns-
ins: „Er nokkuð sem ekki fæst fyrir
peninga, ef rétt er á haldið?“ í
„Hversu margir þeirra hluta, sem
ekki fást keyptir fyrir peninga, eru
meira metnir og eftirsóttir en þeir,
sem fást fyrir peninga?“ Peningar
verða þannig eini ótvíræði mæli-
kvarðinn á það, hvað nefna ber vel-
gengni í lífinu, og slík velgengni er
ennþá alls ráðandi gildi við mat
á mönnum í bandarísku þjóðfélagi.
Svo lengi sem fjármunamælikvarð-
inn er við lýði nýtur hinn fjársterki
maður virðingar, og skiptir þá engu
máli, hvernig hann hefur komizt yfir
fjármuni sína. Það er sagt, að millj-
ón dollarar hylji mergð synda. Það
er ekki einungis, að menn girnist
peninga, sjálfur mælikvarði manna á
gildi lífsins er af peningum kominn.
í þjóðfélagi, þar sem fjárplógsmað-
urinn á enga eiginlega keppinauta
um heiður og orðstír,fær orðið „hag-
kvæmur“ merkinguna „gagnlegur í
eigin þágu“ og „heilbrigð skynsemi"
merkinguna ,„hæfileiki sem hjálpar
mönnum til að komast áfram á fjár-
málasviðinu“. Eftirsókn eftir fjár-
hagslegum ávinningi er hið knýjandi,
áleitna gildi, sem öll önnur gildi
hljóta að blikna fyrir, svo að menn
missa auðveldlega sjónar á öllu sið-
gæði í ásókn sinni eftir auðteknum
gróða.
Drjúgur skerfur bandarískrar spill-
ingar er einfaldlega hluti af hinni
gamalkunnu viðleitni að verða ríkur
310