Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 54
Tímarit Máls og menningar við höjuð þessa fræga fyrirbæris, — ef frægðarfyrirbæri jafn hlédrægt og ormurinn sá arna hefur þá ekki í allri vinsemd gert ákveðnar varúðarráð- stafanir gegn slíku. En það er nú einmitt það, sem hætt er við ... „En nú skulum við spjalla um sjálfan þig,“ segir ormurinn allt í einu. „Blaðamaður ertu, ef ég hef skilið þig rétt, er það ekki?“ „Jú, ég er það, því miður,“ hlýt ég að játa. „Það er ég sem skrifa þáttinn „Háa bátðatt —!“ í BLÚMONDEI MORNÍNGPÓST, menningarkjaftæði, þú skilur — um fólk, skepnur, bókmenntir, húsagerð, tónatrillur osfrv. — Satt að segja er ég skyldugur lil að skila af mér einum þætti vikulega, en ég er með sanni kominn langt á eftir áætlun vegna veru minnar hér, svo ég vonast til að geta haft tímann fyrir mér varðandi íhöndfarandi viku.“ „Og um hvað á það svo að vera?“ spyr ormur. „Lýsing á dýri,“ svara ég. „Ekki beinlínis verk við mitt hæfi.“ „Loki liðsinni mér!“ hrópar hann. „Allavega á maður bágt með að hugsa sér þig í slíku. Sé maður ekki beinlínis dýrafræðingur eða dýragæzlumaður, hvernig á maður þá að fara að því að fá slíka lýsingu til að fara fram úr tveim línum? Að vísu — það væri hægt að skrifa lýsingu á athœfi dýrsins. Tökum t. d. mig: Meðan á þessu stutta samtali okkar hefur staðið hlýt ég að hafa sagt mýmargt um sitthvað, án þess kannski að hafa komið fram með eiginleg „facta“ svo orð sé á gerandi, ytri áþreifanlegar staðreyndir; og þó — ef maður hefur í huga, að varla berst manni nokkurt orð á svo hlutlægan hátt að það sé ekki að einhverju leyti litað af þeim sem það segir, honum og engum öðrum, þá er ekki hœgt að segja neitt sem ekki felur í sér full- komna staðreynd um einhverja mynd raunveruleikans, hvortheldur það er nú fyrst og fremst um umhverfið eða ræðumann sjálfan; og þannig ættir þú t. d. núna, með hliðsjón af meira og minna tilviljunarkenndum orðum mínum síð- asta hálftímann, að hafa þegar aflað þér verulegrar innsýnar í þann huglæga raunveruleik sem ég á minn hátt svara fyrir — og er engu að síður „fact“ en hvað annað sem vera kann.“ „Öldungis rétt,“ segi ég. „En —“ segir þá ormurinn. „Ef ritstjórinn þinn heldur ekki aðeins fast við öflun staðreynda, í þessu tilviki varðandi dýr, heldur staðhæfir að auki að slíkt sé mögulegt á grundvelli hefðbundinna aðferða, — ja, þá vildi ég afdráttarlaust meina að hann sé annaðhvort kleyfhugi eða natúralisti. Báðar manngerðirnar eru furðulega innlyksa í smáatriðum.“ „Ja, kleyfhugi er hann allavega ekki,“ segi ég. „Og ekki væri það heldur sem verst. Vonandi er hann heldur ekki hitt sem þú nefndir." 356
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.