Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Qupperneq 7
Staðreynd og hugsmíð
beint svar um hversdagsleg efni; drengur uppi í Fljótsdal árið 1893 grynnir
ekki einusinni í orðinu ljósmynd né ljósmyndari — jafnvel þótt hann hefði
einhverja hugmynd um dómsdag! Og þótt Gunnari litla hefði skilizt hvað
móðir hans var að fara, í einu snöggu leiftri, þá hefði hann látið sér orð
hennar í léttu rúmi liggja og gleymt þeim á samri stund.
Frásögnin er rituð eins og ævisaga, en hún er alger hugsmíð eigi að síður.
Þetta atvik gat ekki heldur gerzt seinna, því að þá situr maddama Anna —
eða Soffía prestsfrú — á öðru landshorni.
í hinu dæminu segir: „Yar það þennan sama sunnudag, að ég kom út úr
bænum og var að spóka mig með hendurnar fyrir aftan bak og fann hnakk
á hestasteininum, klifraði upp og settist á bak og lagði upp í langferð, —
eða var það einhvern sunnudag annan?“ Það varðar engu. Hitt er mergur-
inn málsins, að drengstaulinn ferðaðist fram og aftur um byggðina þarna
á hestasteininum. „Yitanlega er mér alls staðar tekið tveim höndum, ég hef
tal af fjölda manns, ræði af búmannshyggindum grassprettu, veðurhorfur,
og heilsufar í bygðarlaginu ...“ Stæðist þessi frásögn í sjálfsævisögu? Vita-
skuld ekki. Fjögra ára drengur gæti klifrað upp í hnakk á steini og þótzt vera
kominn á hestbak. En hann færi ekki í neina langferð, því um síður að hann
ræddi um grasvöxt, tíðarfar og verðlag — slík hugtök eru fjögra ára barni í
senn ókunn og ofviða. Hér er komið yfir landamæri hins raunsanna og inn
á víða mörk skáldskaparins. Frá atburðum er sagt í þeim ósagnfræðilega og
ævintýralega gamanstíl, sem heimtar og felur í sér ýkjur — eins og linsan
stækkar myndina. Þeim stíl er löngum beitt á Ugga, og raunar ýmsar aðrar
persónur bókarinnar á unga aldri — allt fram að andláti móður hans. Uggi
er hamingjusamt fórnarlamb stíls, sem gerir hann allan bráðgerari og mann-
borlegri í sögunni en höfundinum gat auðnazt í veruleikanum. Uggi er jafn-
vel kominn svo vel á veg í þessari frásögn, að hann notar þar orðið mey-
kerling eins og ekki sé — og án þess að mynd hans afskræmist. Hann verður
þegar í upphafi að gerast sögulegur til að saga sé rituð af honum. Gunnar
Gunnarsson var skírður nærri fjögra vikna gamall, en Uggi er skírður
tveimur dögum eftir fæðinguna — af því að hann gerði sig líldegan til að
skila andanum aftur „eftir stutta en harðvítuga notkun“. Þannig verður ævi
hans söguleg og fréttnæm allt frá fyrstu upptökum. Höfundurinn færir Ugga
allan í aukana, til þess að hann verði nógu hugtækur — stækkar hann, svo að
hann verði yfirleitt sýnilegur. Þetta er lögmál skáldskaparins og sístæð að-
ferð hans.
Ollum fulllæsum mönnum er vitaskuld ljóst, að þessar tvær frásagnir eru
101