Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 37
Undantekningin og reglan dómarinn: Yöur tókst semsagt ekki að koma fyrirtæki yðar í Úrga á fót? kaupmaðurinn : Eðlilega ekki. Ég kom of seint. Ég er gjaldþrota. dómarinn : Þá kveð ég upp dóminn: Rétturinn telur sannað að kúlíinn hafi ekki gengið til kaupmannsins með stein í hendinni heldur vatnsflösku. En jafnvel þó það sé til greina tekið er trúlegt að kúlíinn hafi fremur viljað Ijósta húsbónda sinn en gefa honum að drekka. Burðarmaðurinn var úr stétt þeirra manna sem í raun og veru hafa ástæðu til að finnast þeir vera settir hjá í þjóðfélaginu. Að bregðast hart við ranglátri skiptingu vatnsins lýsti hreinni og beinni skynsemi manns úr þeim hópi. Já frá hinu einhliða og þrönga sjónarmiði þessara manna, sem styðjast ekki við neitt nema veruleikann, hlýtur það meirasegja að vera réttlátt að hefna sín á kvalara sínum. Á degi uppgjörsins eiga þeir allt að vinna. Kaupmaðurinn var ekki úr þeirri stétt sem burðarmaður hans tilheyrði. Hann hlaut að búast við hinu versta af hans hálfu. Kaupmaðurinn gat ekki verið trúaður á vináttubragð af hendi burðarkarlsins, svo mjög sem hann hafði kvalið hann. Skynsemin sagði honum að hættan væri á næstu grösum. Hann var þarna staddur í mannlausri eyðimörk, það hlaut að gera hann áhyggju- fullan. Fjarvist lögreglu og dómsvalda gerði undirmanni hans mögulegt að kúga út sinn skerf af vatninu og hvatti hann til athafna. Því telst rétt- lætanlegt að hinn ákærði skyldi í nauðvörn grípa til byssunnar, hvort sem honum var ógnað eða fannst sér vera ógnað. Honum hlaut að finnast sér vera ógnað einsog allt var í pottinn búið. Hinn ákærði er því sýknaður, ákæru eiginkonu hins drepna er vísað frá. LEIKARARNIR Þannig endar Saga þessarar ferðar. Þið hafið heyrt og þið hafið séð. Þið sáuð hið algenga, það sem þráfalt gerist. En við biðjum ykkur: Álítið furðulegt það sem er ekki ókunnugt! Álítið óskýranlegt það sem er venjulegt! Á því sem algengt er skuluð þið verða undrandi! Skoðið sem afglöp það sem fer eftir reglunni Og hvar sem þið uppgötvið afglöp Gerið þar umbætur! Erlingur E. Halldórsson þýddi. 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.