Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 55
Minn trúnaSur er ykkar trúnaður
„Átthagar“ er sviðinn hefir minnkað og um hægst, en þá eru efinn og óviss-
an enn hin sömu og koma skýrt fram við bragleik margliðaðrar endurtekn-
ingar.
Á kvæðið „Þoku“ sem hér hefir verið tekið upp má einnig líta af öðrum
sjónarhóli og bera það þá saman við hin háttbundnu og hefðbundnu kvæði
Þorsteins. Hrynjandi þess er næsta einföld og skýr, enda leggur skáldið á-
herslu á æ einfaldari hrynjandi í ljóðum sínum svo sem glöggt má sjá af
síðari ljóðabókum þess. Hrynjandin fellur að efni og setningarlagi, þannig
þó að áherslan falli á þau orð er skáldinu er fyrir mestu að áhrif hafi á les-
andann. Miðkaflinn hefir, eins og bent var á, hraðari hrynjandi, en upphaf
og lok lengri vísuorð, og þannig kemur fram endurómur upphafsins í lok-
unum. Þannig er hver þáttur kvæðisins virkur í heild þess.
Svo sem fram hefir komið á þessum blöðum má segja að Þorsteinn frá
Hamri standi með nokkurum hætti miðja vega milli hins liðna og þess er
líður að. Hann er nútímamaður er tekst á við vandamál samtímans, en stend-
ur föstum fótum á grundvelli fornrar hefðar, og vopnaður þessum arfi hyggst
hann ganga til vígs gegn þeim samtíma er hann í öðru kvæði nefnir: „Smán
þessa dags“ {Lángnœtti á kaldadal, bls. 58). í kvæðinu „Heiðni“ lýsir hann
æsku sinni og segist þá hafa vígst til heiðins siðar. En:
Sumariff kom
í túnfætinum spruttu baldursbráin og hamíngjan
ég stálpaðist og tróð á báðum. (Tannjé handa nýjum heimi, bls. 36.)
Og á öðrum stað kveður skáldið um „bræður hrímþursanna“ sem gnísta
„tönnum framaní dagsbirtuna“, tákn hins liðna tima og afla fortíðarinnar
og stöðnunarinnar, og það segir: við
... fögnum því er þeir leggja upp
í sína síðustu ferð. (Tannfé handa nýjum heimi. Orlög, bls. 45.)
Þannig tekur skáldið ákveðna og afdráttarlausa afstöðu. Til hins liðna skal
ekki flúið, heldur skal það verða nýjum heimi tannfé og vopn gegn illri sam-
tíð. Og ljóðið skal bera í sér þetta tannfé, vera þetta vopn. Um þetta hlut-
verk skáldskaparins fjallar kvæði úr síðustu ljóðahók Þnrsteins til þessa,
Jórvík, og nefnist það einmitt: „Ur þjóðsögu“. Þarna beitir skáldið enn
sögulegu efni sem uppistöðu í myndhvörf þegar það yrkir um samtímann:
Að þú værir mér vísan
sem vættur kveður á skjá
og leiðir manns luktu augu
149