Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 75
Halldór Þorsteinsson „Við höfum allfr farið í Frakkann hans Gogols44 „í sumar bækur á að reka tunguna, sumar á að gleypa heilar, en aðeins ör- fáar á að leggja undir tönn, tyggja og melta“, sagði Bacon gamli brezki. Flestar ef ekki allar jólabækurnar okkar, sem gefnar eru út í því skyni eða réttara sagt undir því yfirskini að fræða landsmenn og gleðja í skammdegi vetrar, eru undantekningarlítið svo kryddlitlar eða bragðlausar, að menn gera ýmist að reka í þær tunguna eða gleypa heilar. Oðru máli, allt öðru máli gegnir um verk Nikolæs Vissiliévitsh Gogols, sem var uppi á árunum 1809—52. Fátt mun betra fyrir andlega heilsu manna og frjóa nautn en að leggja þau undir tönn, tyggja og melta. Smásagan Frakkinn var gefin út árið 1842. Þetta var merkisár í bók- menntasögu Rússa að dómi margra samtíðarmanna höfundar eins og t. d. Dostoévskis, sem kvað svo sterkt að orði, að Gogol hefði með henni lagt grundvöllinn að rússneskum nútímabókmenntum. Frakkinn er að vísu úr öðru efni spunninn en flest verk hans, þar sem hann er byggður á sönnum atburði. Þótt Gogol væri raunsær öðrum þræði, þá eru rit hans yfirleitt ó- svikin hugverk óþrjótandi ímyndunarafls og andagiftar. í huga hans bærast listilegar hugsýnir og fj arstæður, sem eru svo dýrlega frumlegar og búa yfir slíkum töfrum, að enginn lesandi sleppur ósnortinn. Vel á minnzt, það er ekki á allra færi að leika sér að fjarstæðum eins og Gogol gerir. Nú væri ef til vill ekki óforvitnilegt að rekja hér efni sögunnar, þó ekki verði nema í stórum dráttum. Söguhetjan, ef hetju skyldi kalla, Akaky Akakévitsh, er ríkisstarfsmaður í lægstu stöðu. Eftir stórfórnir og ströng- ustu sj álfsafneitun í mat og drykk, ljósi og hita, tekst honum loks að aura saman í nýjan frakka, forlátaflík, sem er svo stolið frá honum fyrr en varir. Hamstola og hugsjúkur leggst hann niður og deyr og á því endar sagan. Höfuðkostir Frakkans eins og reyndar líka Eftirlitsmannsins og Dauðra sálna felast í mannþekkingu höfundar eða með öðrum orðum í frábærlega 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.