Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Side 80
Tímarit Máls og menningar góðir og skarpskyggnir gagnrýnendur, sem stilla samtíðarmönnum sínum nauðugum viljugum fyrir framan spéspegil, þar sem þeir sjá sjálfa sig af- myndaða og afvopnaða í senn. Þjóðfélagið er gagnlýst af vísindalegu vægð- arleysi og hver innvortis meinsemd grannskoðuð og afhjúpuð. Sjúkdóms- einkennin eru bókuð. Læknisráð eru óspart gefin, en tómlega tekið af sjúk- lingnum sjálfum. Þannig hefur það lengstum verið og verður áfram öllum til sjálfskapaðrar bölvunar. Frumlegasta framlag Gogols til persónusköpunar eru sennilega sálu- bræðurnir tveir, þ. e. a. s. Poprishtshin í Dagbókinni og Akaky í Frakkan- um. Þeir eru greinar af sama meiði eða þeirri þöll, er stendur þorpi á. Greinar sem bera hvorki börk né barr, en hrörna og deyja á þeim óblíða berangri eða grýttu auðn, sem stórborgin í þeirra augum er. í báðum þess- um fyrrnefndu frásögnum sýnir höfundur hvernig stórborgarlíf leikur einstaklinga, og þá einkum hrekklausar sálir eða uppburðarlitla utanbæjar- menn, sem tekst ekki þrátt fyrir einlægan vilja og broslega tilburði að semja sig að háttum stórborgarbúa og lífsvenjum. Þeim virðist fyrirmunað að komast til metorða í nýju umhverfi, enda er þeim hvorki sú list né lævísi lagin að vinna hylli yfirboðara sinna né annarra. Þeir eru of miklir stirð- busar til að getað tileinkað sér það fyrirmannlega fas, sem hæfa þykir í þétt- býli og of miklir sakleysingjar til að temja sér yfirdrepskap og hagnýta klæki, stimamýkt og viðhlátur á réttum stað og stundu eða í einu orði sagt þá fjölþættu og fáguðu gervimennsku, sem er lykillinn að velgengni og ör- uggusta leiðin til vinsælda og áhrifa í þeirri fögru veröld, sem við þekkj- um. Dulbúinn drottnari stórborga, svikamyllan mikla, sem malar sumum völd og frægð, öðrum auð og vegtyllur lætur ekki minnsta mola detta handa „bein- ösnum“ á borð við þá félaga Poprishtshin og Akaky. Þessir auðnuleysingj ar, sem varhluta fara af veraldargæðum, verða líka félagslega og andlega úti í þeirri hörðu hríð, sem háð er stórborgarbúa á meðal. Mér er nú skrýtin spurn í huga, en hún er sú hvort Chaplín hafi ekki farið í smiðju til Gogols. Er það ekki íhugunarvert hversu Akaky er t. d. nauðalíkur hálfbróður sínum úr heimi kvikmynda þ. e. a. s. flækingnum, sem Chaplín gerði heims- frægan ef ekki ódauðlegan á breiðtjaldi nýrrar listgreinar. Popristshin, Akaky og flækingurinn okkar gamli, þessir þrúgaðir lítilmagnar eru svo heilir og sannir og barnalega mannlegir að þeir snerta streng í brjósti hvers manns, og hvers vegna, kannski vegna þess að við erum þrátt fyrir allt svo líkir þeim, þótt við viljum vitanlega ekki viðurkenna það. 174
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.