Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Page 113
Alþjóðlega. tollasamþykktin höftum á erlendum viðskiptum á sjötta áratugi aldarinnar, sagði lækkun tollanna til sín. Á síðari ráðstefnum aðildarlandanna um lækkun tolla, í Annecy 1948, í Torquay 1951 og í Genf 1956 og aftur 1960—1961, hefur þeim ekki orðið jafn vel ágengt sem á fyrstu ráðstefnu sinni. Á þeim sömdu enn tvö lönd hvort um sig um lækkun tolla á hverri vöru um sig. Fjöldi tollvaranna, sem á var samið um lækkun tolla, hefur numið frá 8.700 á ráðstefnunni í Torquay til 4.400 á síðari ráðstefnunni í Genf. Þessi ■tilhögun viðræðnanna, sem upp var tekin á fyrstu Genfar-ráðstefnunni 1947, reynd- ist vera orðin þung í vöfum, þegar hér var komið sögu. „Ágallar á viðhafðri tilhögun samningaviðræðnanna komu mjög skýrt í Ijós á ráðstefnunni 1961. Þótt forseta (Bandaríkjanna) hefði 1948 verið veitt vald til að lækka nær alla tolla um 20 hundraðshluta, nam lækkun tolla Banda- ríkjanna aðeins um 8 hundraðshlutum á aðeins um 14 hundraðshlutum tollskyldra vara. Undirbúningur ráðstefnunnar og við- ræðurnar á henni stóðu yfir liðlega hálft fjórða ár. Með tilliti til málsmeðferðar- innar einnar saman fór ekki milli mála, að samningaviðræður um hverja tollvöru fyrir sig voru þröskuldur í vegi víðfaðma aðgerða til að lækka tolla að marki.“2 Á ráðstefnunni í Genf 1964—1967 um lækkun tolla fóru viðræður fram með öðrum hætti. Mörg lönd ræddust við samtímis um allsherjarlækkun tolla á vöruflokkum. Sú málsmeðferð var upp tekin að undirlagi Bandaríkjanna. Onnur lönd voru fús til upptöku hennar, sökum þess að Þjóðþing 2 Robert E. Baldwin, „Tariff-Cutting Techniques in the Kennedy Round“, rit- gerð í Trade, Growth and the Balance of Payments, sem út gáfu R. E. Caves, H. G. Johnson og P. B. Kenen, Amsterdam, 1965, bls. 69. Bandaríkjanna hafði samþykkt lögin um útfærslu verzlunar 1962. í lögunum var forseta Bandaríkjanna heimilað að ganga um tollalækkanir til móts við önnur lönd, sem reiðubúin væru til að mæta þeim miðs vegar, með því að lækka tolla allt að 50 hundraðshlutum og að fella alveg niður tolla undir 5 hundraðshlutum. I lok ráð- stefnunnar, sem oft er kennd við J. F. Kennedy forseta Bandaríkjanna, varð sam- komulag um allmikla lækkun toHa á margs konar vörum. 6. Alhœfa samþykktin og svæðisbundin tollasamtök I Alhæfu samiþykktinni um tolla og verzlun er fram tekið, að „á það verði kosið, að verzlunarfrelsi eflist fyrir at- beina frjálsra samtaka um framvindu í átt til (efnahagslegrar) samfeUingar landa, sem að þess konar samtökum standa.“ Svæðisbundin tollasamtök voru þegar á döfinni, áður en Alhæfa samþykktin var saman tekin. Meðan ríkisstjómir Niður- landa dvöldust i útlegð í London í síðari heimsstyrjöldinni, lögðu þær á ráð um stofnun tollabandalags þess, sem síðar varð þekkt sem Benelux. Skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar settu nokkur lönd í Vestur-Evrópu á fót nefnd sérfræð- inga í Brussel til að kanna aðstæðurnar til að mynda vestur-evrópskt tollabandalag. Evrópska kola- og stálsamsteypan, sem sett var á fót 1952, telst vera fyrstu efna- hagslegu svæðissamtökin rnilli aðildarland- anna að Alhæfu samþykktinni. Aðildar- löndin veittu Evrópsku kola- og stálsam- steypunni nauðsynlegar undanþágur frá ákvæðum samþykktarinnar. Þegar sölu- samband stálframleiðenda í samsteypunni setti upp hærra verð fyrir framleiðslu sína á erlendum en innlendum mörkuðum, brugðu aðildarlöndin skjótt við. Fyrir til- mæli þeirra hvarf sölusambandið frá því 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.