Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar Þegar kemur fram á 16. öld tekur ríkis- valdiS aS auka afskipti sín af verzlun hér- lendis og amast við erlendum kaupskap. Þessi stefna leiddi síðan til einokunar á verzlun við ísland 1602 og reynt var að fylgja eftir banni við erlendum kaupskap með varðhöldum herskipa hér við land. Með þessu var hægt að stemma stigu við sölu fólks úr landi, enda var eftirspum nú minni heldur en áður í nærliggjandi lönd- um þegar kemur fram á 16. öld. Sigling útlendinga hingað hafði hafizt verulega á 14. og 15. öld og munaði þá oft mjóu, að vald Dana hérlendis brysti, en með auknu valdi konungs og bættum efnahag krúnunnar á 15. öld eflist aðhald ríkisvaldsins hér nokkuð og erlend áhrif taka að dvína. Þegar kemur fram á 17. öld tekur sérstakrar hættu að gæta á norðurhöfum, en það voru víkingaferðir AJsírmanna, sem voru Evrópuþjóðunum hin mesta plága 17. og 18. aldarinnar. Víkingar þessir stunduðu mannrán og á- batasama þrælaverzlun og seildust vítt til fanga og meðal þeirra þjóða, sem urðu fyrir barðinu á þeim voru íslendingar. Mikið var skrifað um Tyrkjaránið og Tyrki, bæði í bundnu og óbundnu máli og eitt helzta ritið er reisubók sr. Ólafs Egils- sonar sem nú hefur verið gefin út á ný ásamt frásögn Kláusar Eyjólfssonar, auk tveggja bréfa, sem herleiddir Islendingar skrifuðu heim frá Alsír.1 Þessi rit eru endurprentun úr útgáfu Sögufélagsins: Tyrkjaránið á íslandi 1627. í þessum rit- kornum er lýst ránsskap Alsírmanna hér á landi og örlögum nokkurra hinna her- leiddu. I inngangi fjallar útgefandi um höfund Reisubókarinnar og bókina sjálfa og síðan ræðir hann um landvamir Dana á íslandi 1 Reisubók sr. Ólajs Egilssonar. Sverrir Kristjánsson sá um útgáfuna. Almenna Bókafélagið 1969. og eflingu danska flotans fyrir og eftir 1600. Með auknum verzlunarhagsmunum jókst eftirlit og varðstaða flota ríkisins á norðurhöfum, enda var þá hafinn skipu- lagður ránsskapur Alsírmanna og ýmsir aðrir aðilar voru um þessar mundir illa séðir á þeim slóðum sem Danakonungur kallaði: „Vore egne Str0mme“. Sverrir rekur sögu landvarna á sjó hér við land og sýnir fram á þær ástæður sem ollu því, að herskipin urðu síðbúnari vorið 1627 en venjulega, en orsökin að því var þátttaka ICristjáns IV í þrjátíuárastríðinu og hrak- farir dönsku herjanna í viðureigninni við her keisarans. Þetta atriði hefur legið í þagnargildi og reyndar hefur þeirri stað- reynd lítt verið hampað, að Danakonungur gerði út skip til verndar verzlun sinni og landsmönnum. Utgefandi skrifar einnig í inngangi þátt af sjóræningjabælinu Alsír og um viðskipti Alsírbúa og Spánverja. Markaður fyrir þræla var góður í löndum Múhameðstrúarmanna og efnahagur Alsír- búa var mjög tengdur mannránum og þrælaverzlun. I síðasta þætti inngangsins fjallar Sverrir um útlausn nokkurra fang- anna og samsöfnun lausnarfjársins. Reisubók sr. Ólafs er frásögn af ráns- skap ræningjanna og ferðasaga og dvalar- saga hans og samfanga hans í Alsír og síðan ferðasaga hans til íslands. Helming- ur Reisubókarinnar fjallar um heimferð prests og það sem hann sá og heyrði á þeirri ferð. Gegnum allar þrengingar sínar var huggun séra Ólafs sú, að ekkert gerð- ist án guðs vilja, hvorki gott né illt og möglan væri ekki aðeins gagnslaus heldur næstum guðlast. Tyrkjaránið varð mörg- um íslendingi straff og öllum harkaleg áminning og þannig verður að meta það samfcvæmt veruleika 17. aldar hérlendis. Afleiðingar þess urðu þær, að bæði stjóm ríkisins og landsmenn voru á varðbergi sitt með hvorum hætti að vísu. íslend- 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.