Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Síða 126
Tímarit Máls og menningar Frakklandi 1848—1850, Átjándi brumaire Lúðvíks Bonaparte og BorgarastríðiS í Frakklandi, sem fjallar um Parísarkomm- únuna og stríðið milli Frakka og Þjóðverja 1870—1871. Þegar litið er yfir þau rit, sem þarna er að finna, verður ekki annað sagt en að úrvalið hafi tekizt vel, og athugull hugsandi lesandi fær hér góða innsýn í hugmyndaheim þeirra manna, sem orðuðu fyrstir skilyrðin fyrir félagslegri fjörlausn verkalýðsins. í þessu úrvali er ekki aðeins að finna mikinn sögulegan og hagfræðileg- an fróðleik. Mestu máli skiptir hitt, að af þessum ritum eiga menn kost á að læra að hugsa um þjóðfélagsmál nútímans, um grundvallarviðfangsefni þau, sem þróun kapítalismans ber fram án afláts mönn- unum til lausnar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er rannsóknaraðferðin, sem beitt er í þessum ritum, merkilegust og lang- lífust. Og þessi rannsóknaraðferð og nið- urstöður hennar orka undarlega ferskar og sannfærandi á lesandann, þótt langt sé lið- ið á 20. öld. En þegar þessi rit eru lesin heilli öld eftir að þau voru skrifuð, þá er hollt að minnast þeirra orða Friedrichs Engels, sem hann skrifar í einu bréfi, að „aðferð efnishyggjunnar snýst í andhverfu sína, ef hún er ekki notuð sem leiðarljós, heldur sem mót, er sögulegar staðreyndir eru síðan sniðnar eftir.“ (Úrvalsrit 2. b. bls. 364). Það er ekki vanþörf á að hug- leiða þessi orð á okkar tímum þegar hið fræðilega hugtak „marxismi-leninismi" er því miður víða notað sem einskonar al- fræðiorðabók, sem flett er upp í þegar leita þarf að þægilegri tilvitnun málstaðnum til sönnunar í stað þess að hugsa málið og rannsaka að marxískum hætti. Hver sá íslendingur sem ástundað hefur nokkuð lestur rita eftir Marx og Engels hefur án efa fundið til þeirra örðugleika, sem eru á því að koma máli þeirra á þá ís- lenzku, sem þeir væru fullsæmdir af. Báðir voru þeir Marx og Engels miklir ritsnill- ingar og margt sem þeir skrifuðu, einkum Karl Marx, er torþýtt á íslenzku. Margir menn hafa staðið að þýðingu þessara úr- valsrita og ekki við öðru að búast en að all- mikils munar gæti á þýðingunum. Einnig ber nokkuð á misræmi í þýðingu sömu orða: í Stéttabaráttunni í Frakklandi er sá stjórnmálaflokkur franskur kallaður Flokkur laga og reglu, sem í Átjánda brumaire heitir stjómfestuflokkurinn. Þetta hefði mátt laga með nákvæmari ritstjóm. Víða virðist mér þó þýðingin hafa tekizt ágætlega, svo sem Athugasemdir við Gotha- stefnuskrána og Lúðvík Feuerbach í þýð- ingu Brynjólfs Bjamasonar, Uppruni fjöl- skyldunnar, sem Ásgeir Bl. Magnússon hef- ur þýtt, og þá má ekki gleyma Átjánda brumaire sem Sigfús Daðason hefur flutt á íslenzkt mál með miklum yfirburðum, og er þó þetta rit eftir Karl Marx einna harð- ast undir tönn þeirra, er ég hef lesið. Það er mikið fagnaðarefni, að íslending- um gefst nú kostur á að kynnast höfundum hins vísindalega sósíalisma í þessu úrvali rita þeirra. í þeirri fræðilegu niðurlægingu, sem marxismi nútímans er staddur í, allt frá Berlín til Peking, er mikill fengur í að geta leitað til uppsprettulinda sósíalismans og komizt í kynni við „hugsanir" þeirra manna tveggja, sem fyrstir orðuðu sögulegt hlutv.erk hins vinnandi manns í heimi kapítalismans. Einkum væri hinni ungu kynslóð íslenzkra sósíalista hollt að bergja af þeim lindum. Sverrir Kristjánsson. Stiitt athngasemd I nýútkomnu Tímariti Máls og menningar er ritdómur um þýðingu Guðmundar Böðv- arssonar á köflum úr La Divina Comme- dia Dantes, mjög lofsamlegur. Það sem 220
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.