Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 8
Tímarit Máls og menningar og verður eitt af hreyfiöflum hennar. Þannig fer útópían af sviði hinnar fræðilegu og siðferðislegu hugsunar yfir á svið praktískrar hugsunar, og verður ráðandi um mannlegt atferli. Hún verður samt ekki gerð að veruleika. Útópían verður alltaf fyrirbæri í hugarheimi; jafnvel þótt hún hafi styrk fj öldahreyfingar að bakhjarli, og (sem er mikilvægara) þótt hún verði að vitund hreyfingarinnar, þá er hún ekki fullnægjandi vitund, heldur breiðir sig langt út fyrir sýnileg mörk slíkrar hreyfingar. Hún er í slíkum skilningi „sjúkleg“ (í lauslegum skilningi þessa orðs, því að útópísk vitund er reyndar eðlilegt samfélagslegt fyrirbæri). Hún er misheppnuð tilraun til að veita sögulegri raunveru hreyfingarinnar mark- mið, sem eru handan sögunnar. Samt — og þetta er mikilvægt til að skilja innri mótsagnir vinstri hreyf- inga — getur vinstrihyggja ekki komizt af án útópíu. Líkt og hrisið fram- leiðir brissafa, hlýtur vinstri hreyfing ætíð samkvæmt eðli sínu að mynda út- ópíur. Útópía er stöðug viðleitni til breytinga, sem „raunhæft séð“ verða ekki framkvæmdar með skyndilegri athöfn, og liggj a handan sýnilegrar framtíðar og verða ekki áætlaðar. Þó er útópía verkfæri til að hafa áhrif á veruleikann og til að skipuleggja athafnir. Sú hætta er semsagt fyrir hendi að útópían samsvari veruleikanum svo lítið, að óskin um að þvinga henni uppá heiminn tekur á sig mynd skrípis og leiðir til hryllilegrar afskræmingar. Sú ósk leiðir til breytinga sem eru samfélagslega hættulegar og ógna frelsi manna. Vinstrihyggja, sem leiddi af sér slíkar breytingar, mundi þá verða að andstæðu sinni — hægrihyggju. En þá hættir útópían líka að vera útópía, og verður að orðagjálfri sem rétt- lætir sérhvern verknað. Á hinn bóginn getur vinstrihyggja ekki afsalað sér útópíu; þeas. hún kemst ekki hjá að setja sér takmark, sem verður ekki náð í andránni, en gefur núverandi breytingum merkingu. Ég tala hér um félagslega vinstri- hyggju sem heild, því að jafnvel þótt hugtakið ,vinstri‘ sé afstætt — vinstri er maður aðeins í samanburði við eitthvað, en ekki á algildan hátt — þá er sá hluti sérliverrar hreyfingar, sem stendur lengst til vinstri, byltingar- armurinn. Byltingarhreyfingin er samtala allra endanlegra krafna, sem gerð- ar eru til hins ríkjandi samfélags. Hún er algjört neikvæði þess kerfis sem er, og einnig algjör stefnuskrá. Algjör stefnuskrá breytinganna, það er ein- mitt útópían. Útópían er nauðsynlegur hluti hinnar byltingarsinnuðu vinstri hreyfingar, og byltingarhreyfingin er nauðsynleg afurð samfélagslegrar vinstri hreyfingar sem heildar. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.