Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 86
Timarit Máls og menningar í því þjóöfélagi sem býr í vonum okkar og hugsjónum verður móraUinn og siðunin að sitja í öndvegi, því án siðmæta verður allt mannlíf að villi- mennsku. Hin sanna orsök mistaka okkar liggur í siðum og leikjum okkar vits- munalega og pólitíska samfélags. III. Tímarnir, sem við lifum á neyða okkur til að skilgreina orð og athafnir. Ef við viljum skilgreina eðli og inntak eins tímabils, þá nægir ekki að vita hvað gerðist þá — heldur verðum við að vita hvað gerðist ekki — hvað var ómögulegt. Þetta kann að hljóma skringilega en svona er þetta samt. Við segjum um góðkunningja okkar, að hann sé öndvegis náungi, til þess eins að þurfa ekki að telja upp þær syndir sem hann hefur ekki framið. Er það ekki miklu meir einkennandi og lærdómsríkara sem við gerum ekki, heldur en það sem við gerum? Mótmæli eru engin uppfinning okkar tíma, hvað þá heldur pólitísk róttækni, og fólk á öllum öldum hefur fyllzt réttlátri reiði vegna stríða og kúgunar. Áhangendur nýrra og gamalla hug- myndakerfa voru til frá því í lok miðalda. Það segir okkur þessvegna ekki mikið, þótt við gumum af róttækni okkar og þjóðfélagslegu andófi. Við tölum mikið um kúgun og ófrelsi einkum ef það er langt í burtu. En hvað um okkur sjálf — erum við frjáls? Er þjóð okkar undirokuð er- lendri áþján? Er frelsi okkar sem einstaklinga takmarkað? Búum við ekki við borgaralegt lýðræði, þar sem pólitískt frelsi er tryggt? Höfum við ekki frelsi til að kjósa, tala, vinna, kaupa, pretta og arðræna? Svo langt sem þetta nær er þetta gott og blessað, og við skulum ekki van- meta mikilvægi þessa pólitíska frelsi sem við búum við. En þetta frelsi ber okkur að stækka og láta ná til æ fleiri sviða mannlegra samskipta. Við megum aldrei vera staðin að því að vilja skerða eða tak- marka frelsið — því slíkt er erfitt að afturkalla. Þetta borgaralega frelsi er heldur ekki sem verst, og miklu meira virði en við viljum oft vera láta, því það er forsenda þeirrar vitundarbreytingar sem ein getur tryggt, að úr póli- tísku lýðræði þróist efnahagslegt lýðræði. En það er grundvallaratriði frjáls samfélags. En frelsi er ekki goðsögn. FRELSI er að vera maður sjálfur — er að samsama sjálfum sér, og játa sjálfum sér. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.