Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 53
Jaroslav HaseJc
Sögn frá Tsjagan-Kúren
Mongólinn Sakadsja af kynþætti Sjalsjúsea í Tsjagan-Kúren átti fimm úlf-
alda, tólf hross, átján uxa og fimmtán sauöi. Þessutan átti hann líka guðinn
sinn, Uison-Tambú. Sá stóð á viðarstöpli við tjalddyrnar hans. Þessi guð
hafði ábúðarmikið drykkjumannsandlit. Til beggja handa líkneskjunnar
stóðu ofurlitlar mannsmyndir og ráku út úr sér tunguna, það var virðingar-
merki. Dag einn kom stórflóð úr norðurátt og hrifsaði með sér guðinn
Uison-Tambú, tvo úlfalda, þrjú hross, fimm uxa og fjóra sauði.
Sakadsja var nú guðlaus um tíma. Það gerði honum ekki mikið, enda gat
hann sjálfur étið alt það steikta hirsi, sem hann áður hafði daglega fleytifyllt
skálina hans Uison-Tambú með. Aður var það afgamall Lama, sem át það,
betliprestur Uison-Tambú. Hann rölti frá tjaldi til tjalds og stal hirsinu frá
guði sínum. Fyrir þetta naut hann almennrar virðingar.
Um þær mundir var trúboðinn Piket á ferð í Tsjagan-Kúren. Hann klædd-
ist eins og mongólskur hjarðmaður með lítinn gulan kúluhött utanyfir húf-
unni, boðaði kaþólska trú í Paga-Golú dalnum og leið af ótukt, sem kölluð
var „Tu-Laki“ ellegar rauðar lýs, sem töfðu hann við trúboðsstörfin.
Honum nægði engan veginn að taka „Sapeka“, hornótta smámynt, fyrir
þessi störf sín heldur krafði hann silfrið í únsum af hverjum sem hann
boðaði hina nýju trú. Þessutan rak hann vöruskipti með safalaskinn og
hafði líka orðið sér úti um embætti „Jaó-Tsjang-Tí“ eða skuldheimtumanns
hjá stóru verzlunarfélögunum í Peking.
Það sem honum áskotnaðist fyrir bænirnar notaði hann til að kaupa upp
skuldir hirðingjanna á steppunum, tók af þeim vaxtavexti svo sem löggjöf
keisarans framast leyfði, kunni auk þess fyrir sér í margs konar svartakukli,
sem hann notaði kunnáttusamlega í bland við hina sönnu trú og vestrænar
bænir.
Þar sem fræknustu mongólaníðingum tókst ekki að hafa af fórnardýrun-
131