Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 13
Merking hugtaksins ,vinstri‘ skilgreinum við vinstrihyggju í hugrænum en ekki stéttarlegum hugtökum. Hér er gert ráð fyrir því að andlegt líf sé ekki og geti ekki orðið nákvæm eftirlíking stéttabaráttunnar. A grundvelli þessa getum við sett fram spurninguna um eiginleika vinstra hugarfars innan mismunandi félagskerfa: I kapítalískum löndum berjast vinstrisinnar fyrir afnámi allra félagslegra forréttinda. í löndum án kapítalisma er krafa vinstrihyggju að afnumin verði forréttindi, sem myndazt hafa á grundvelli kringumstæðna sem ekki eru kapítalískar. í kapítalískum löndum er baráttan um afnám allra tegunda nýlendukúg- unar barátta vinstri manna. í löndum án kapítalisma krefjast þeir afnáms misréttis, mismunar og arðráns vissra landa af öðrum. í kapítalískum löndum berjast vinstri menn gegn takmörkun frelsis og tjáningarfrelsis. Hið sama gera þeir í löndum án kapítalisma. Beggja vegna berjast vinstrimenn gegn öllum mótsögnum frelsis, sem myndast við mis- munandi þjóðfélagskerfi: hversu langt getur krafan um umburðarlyndi gengið án þess að hún snúist gegn sjálfri hugmyndinni um umburðarlyndi? hvernig á að tryggja að umburðarlyndi hjálpi ekki þeim sem leitast við að kæfa allt umburðarlyndi? Þetta er hið mikla vandamál allra vinstri hreyf- inga. Auðvitað gera vinstrimenn mistök og tekst misjafnlega vel og leiðir það til kringumstæðna sem geta snúizt gegn þeim sjálfum. Samt sem áður einkenn- ist vinstrihyggja ekki af gölluðum baráttuaðferðum, því að, (eins og við höfum sagt áður) mat hennar ákvarðast á sviði hugsjóna. í kapítalískum löndum leitast vinstrisinnar við að koma samfélagslífi á veraldlegan grundvöll. Það á einnig við um lönd án kapítalisma. Alls staðar berjast vinstrimenn gegn hverskonar menntahatri í samfélags- lífi; þeir berjast alls staðar fyrir sigri skynsamlegrar hugsunar, sem er hreint enginn munaður fyrir hugsuði, heldur órjúfanlegur hluti af samfélagsleg- um framförum þessarar aldar. Án slíks yrði hverskonar tegund framfara skopstæling á eigin grundvallaratriðum. Óháð hagkerfum afsalar vinstrihyggja sér ekki valdbeitingu í neyð en valdbeiting er engin uppfinning vinstrimanna, heldur óumflýjanleg form- gerð félagslegs lífs. Vinstrihyggja viðurkennir mótsögn valdbeitingar, en aðeins sem mótsögn og ekki sem forlög. Alls staðar eru vinstrimenn reiðu- búnir að slaka til vegna sögulegra staðreynda, en þeir þvertaka fyrir hugsjóna- legar tilslakanir; þeir afsala sér ekki þeim rétti að kunngera grundvallar- sjónarmið tilveru sinnar, óháð hinum pólitísku aðferðum. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.