Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 82
Þröstur Ólafsson
Ræða á Víetnamfundi
i.
Það er okkur mikill heiður að fá tækifæri til að bjóða velkominn sendimann
bráðabirgðabyltingarstjórnarinnar í Suðurvíetnam Phan Hoi. Hann er kom-
inn hingað til að kynna okkur málstað þjóðfrelsishreyfingarinnar og ástand-
ið í þessu sundurskotna og blæðandi landi, Víetnam.
Það sem manni dettur strax í hug við þessa heimsókn er hve síðbúin hún
er. Mestu hörmungar stríðsins og stærstu átökin eru hjá liðin — en svipul
samsekt og grunnstæð samvizka heimsins dvínandi. En barátta þjóðar hans
heldur áfram því enn er nokkuð í land að sigurinn vinnist — sigur sem færir
þessari þjáðu þjóð, frelsi, frið og sjálfstæði.
Enn er barist af grimmd og fádæma óbilgirni. Enn eru tugir þúsunda er-
lendra hermanna í Víetnam. Enn er við völd í landi hans valdstjórn sem
tryggir áframhald stríðsins, viðheldur ofbeldi og kúgun, pyntingum og
drápi. Enn — og það skiptir mestu máli — enn kvelst og pínist og deyr fólk.
Mæður horfa á börn sín skotin í fangi sínu. Gamalmenni eru höfð að skot-
spæni innrættrar árásarhneigðar. Kvalalostinn, sem aldrei leitar útrásar nema
á lifandi verur, stjórnar atferli allra ódæðismanna.
Víetnamstríðið — og það er aldrei lögð of mikil áherzla á það — víetnam-
stríðið er ekki aðeins harátta milli tveggja þjóðfélagskerfa, eða barátta milli
heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og frelsisstefnu víetnömsku þjóðarinnar.
Það er fyrst og fremst helganga heillar þjóðar, ólýsanlegar kvalir og þján-
ingar, tortíming.
Þótt við íslendingar getum ekki stært okkur af að hafa verið sérstaklega
vökulir eða ákafir í upplýsingaöflun þá hefur þó ýmislegt síazt inn í þjóð
okkar um atburði og gang mála austur þar.
Já það sem verra er. Fólk er að byrja að verða leitt á fréttum frá Víet'-
nam, því stríðsfréttir eru leiðigjarnar þegar stríðið er langt í burtu og æsi-
fréttir af skornum skammti — nema hara það að stríðið heldur áfram —
sinn gang — eins og umferðin niður Laugaveg.
160