Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar irnar neyðist að vísu til að veita hinum arðrændu og kúguðu úrbætur öðru hverju. En þegar það gerist þannig að þær haldi áfram eignum sinum, völd- um og valdaaðstöðu hafi það aðeins í för með sér annað tveggja: að úrbæt- urnar séu teknar aftur óðar en varir, eða jafnvel að „af umbótunum spretti andstæða þess sem frumkvöðlar þeirra væntu sér af þeim“. Naumast er unnt í einni setningu að lýsa betur hvernig hægfara umbætur verða til að styrkja ríkjandi þjóðfélagskerfi. Þó losað sé lítillega um fjötrana verða þeir þar fyrir ekki umflúnir. Og ef til vill mun meðákvörðunarréttur sá sem verkalýðsfélög eru nýlega farin að krefjast í kapítalískum fyrirtækjum enn á ný færa heim sanninn um þetta. AS vísu er meðákvörðun kjörinna fulltrúa launamanna hugsuð sem lýðræðislegt eftirlit í þeirra þágu. En það sem gerist er að um- boðsmenn launafólks komast nú í beina snertingu við „óhagganleika“ mark- aðslögmálanna, og þá gæti vel farið svo að þeir yrðu innbyrtir með húð og hári í stjórnkerfi auðhringanna. Víst er að ekkert getur komið í staðinn fyrir að steypa borgarastéttinni af stóli, svipta iðnrekendur, bankaeigendur og stór- jarðeigendur völdum og taka eignir þeirra bótalausu eignarnámi — a. m. k. væri engin slík málalausn, hversu góður sem ásetningur frumkvöðla hennar hefði verið, óhult fyrir hinni óútreiknanlega hugvitsömu aðlögunartækni sem er einkenni kapítalísks arðráns og kúgunar. En að blanda hugleiðingum um lengd mannsævinnar saman við kröfur um byltingu, sem ein megnar að rjúfa þennan vítahring, er engu að síður barna- legt og réttlætir auk þess hverskonar andbyltingarafstöðu, því þar með er allt mat á söguathurðum og söguþróun undirorpið geðþótta og óskhyggju. í alvöru talað: hvað mundi af því leiða ef við tækjum hinn öra forgengileik mannlegs lífs sem fullgild rök fyrir tafarlausri umbyltingu? Þá yrðu allar hugleiðingar sem tækju tillit til aðstæðna að víkja fyrir þeirri ósk að vita alla núlifandi menn búa við frelsi og hamingju. Af sömu ástæðu og krafizt væri tafarlausrar umbyltingar, án tillits til þess hvort skilyrði væru fyrir hendi, yrði einnig að krefjast þess að strax í kjölfar byltingarinnar fylgdi óheft frelsi og allsnægtir handa öllum. ÞaS þýðir hinsvegar að rök Graves gegn endurbótastefnunni mætti með jöfnum rétti færa fram gegn byltingunni sjálfri, eða nánar tiltekið gegn því valdakerfi, nauðsynlegu hverri byltingu, sem vissulega setur frelsinu skorður — og þeim mun þrengri skorður sem aðstaða byltingarinnar er erfiðari. Og þetta er nákvæmlega það sem fyrir anarkistum vakir. Þeir neita því sem kunnugt er að skilyrði þess að þjóðfélagið geti þróazt fram til kommún- isma — þess þróunarstigs þegar vald hefur verið algerlega afnumið — sé að 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.