Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 20
Tímarit Máls og menningar
irnar neyðist að vísu til að veita hinum arðrændu og kúguðu úrbætur öðru
hverju. En þegar það gerist þannig að þær haldi áfram eignum sinum, völd-
um og valdaaðstöðu hafi það aðeins í för með sér annað tveggja: að úrbæt-
urnar séu teknar aftur óðar en varir, eða jafnvel að „af umbótunum spretti
andstæða þess sem frumkvöðlar þeirra væntu sér af þeim“. Naumast er unnt
í einni setningu að lýsa betur hvernig hægfara umbætur verða til að styrkja
ríkjandi þjóðfélagskerfi. Þó losað sé lítillega um fjötrana verða þeir þar fyrir
ekki umflúnir. Og ef til vill mun meðákvörðunarréttur sá sem verkalýðsfélög
eru nýlega farin að krefjast í kapítalískum fyrirtækjum enn á ný færa heim
sanninn um þetta. AS vísu er meðákvörðun kjörinna fulltrúa launamanna
hugsuð sem lýðræðislegt eftirlit í þeirra þágu. En það sem gerist er að um-
boðsmenn launafólks komast nú í beina snertingu við „óhagganleika“ mark-
aðslögmálanna, og þá gæti vel farið svo að þeir yrðu innbyrtir með húð og
hári í stjórnkerfi auðhringanna. Víst er að ekkert getur komið í staðinn fyrir
að steypa borgarastéttinni af stóli, svipta iðnrekendur, bankaeigendur og stór-
jarðeigendur völdum og taka eignir þeirra bótalausu eignarnámi — a. m. k.
væri engin slík málalausn, hversu góður sem ásetningur frumkvöðla hennar
hefði verið, óhult fyrir hinni óútreiknanlega hugvitsömu aðlögunartækni sem
er einkenni kapítalísks arðráns og kúgunar.
En að blanda hugleiðingum um lengd mannsævinnar saman við kröfur um
byltingu, sem ein megnar að rjúfa þennan vítahring, er engu að síður barna-
legt og réttlætir auk þess hverskonar andbyltingarafstöðu, því þar með er
allt mat á söguathurðum og söguþróun undirorpið geðþótta og óskhyggju.
í alvöru talað: hvað mundi af því leiða ef við tækjum hinn öra forgengileik
mannlegs lífs sem fullgild rök fyrir tafarlausri umbyltingu? Þá yrðu allar
hugleiðingar sem tækju tillit til aðstæðna að víkja fyrir þeirri ósk að vita
alla núlifandi menn búa við frelsi og hamingju. Af sömu ástæðu og krafizt
væri tafarlausrar umbyltingar, án tillits til þess hvort skilyrði væru fyrir hendi,
yrði einnig að krefjast þess að strax í kjölfar byltingarinnar fylgdi óheft
frelsi og allsnægtir handa öllum. ÞaS þýðir hinsvegar að rök Graves gegn
endurbótastefnunni mætti með jöfnum rétti færa fram gegn byltingunni
sjálfri, eða nánar tiltekið gegn því valdakerfi, nauðsynlegu hverri byltingu,
sem vissulega setur frelsinu skorður — og þeim mun þrengri skorður sem
aðstaða byltingarinnar er erfiðari.
Og þetta er nákvæmlega það sem fyrir anarkistum vakir. Þeir neita því
sem kunnugt er að skilyrði þess að þjóðfélagið geti þróazt fram til kommún-
isma — þess þróunarstigs þegar vald hefur verið algerlega afnumið — sé að
98