Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar og bygging og stíll jafn mikið undir þessa huglægni seld. í þessum verkum mótaðist formið af áleitni þeirrar hugsunar, sem var skáldunum persónulega svo geysilega mikilvæg. Þessvegna vil ég á þessu stigi málsins geta einnig lauslega formsins í þessum verkum. Að nokkru leyti eru öll þrjú verkin ófullkomin. Ófullkomin að því leyti, að áleitni hugsunarinnar gaf höfundum ekki tíma til að ganga frá uppbyggingu sögunnar á hefðbundinn hátt. ,.Hel“ kallar höfundur sjálfur „aðeins brot“ af skáldsögu, „Bréf til Láru“ er ófönsuð syrpa, „Vefarinn mikli“ er misheppn- uð tilraun til klassískrar skáldsögu. Mér finnst allar þessar bækur vera eins- konar skáldskapur í smíðum frekar en heilsteypt verk. Þar má rekja sköpunar- ferlið hrátt, skráning hugsana án mikilla bollalegginga um form. Þessa „galla“ álít ég samt einmitt mesta kost listarinnar, og þeim að þakka kom fram í ís- lenzkum bókmenntum eitthvað raunverulega nýstárlegt. En einn burðarás eiga samt öll þessi verk: glímu skáldsins við veruleikann og sjálfan sig í honum. „Hel“ er hugrænt verk á sama hátt og öll hreinræktuð lýrík, þar sem knapp- ur epískur þráður undirskilst af táknrænum myndum og hugleiðingum. Við vitum, að í persónu Álfs frá Vindhæli gerði Nordal uppgjör við skáldið í sjálfum sér, og tókst að nokkru leyti að losna við það. En „Hel“ er jafnframt skáldleg játning þeirra hugsana, sem mest sóttu á Nordal á þeim tíma og mestu réðu um stefnuna í vísindamanns ferli hans framvegis. Það voru heim- spekilegar og siðfræðilegar spurningar af sama toga og síðar einkenndu hug- leiðingar hans í fyrirlestrunum „Líf og dauði“, ennfremur reynsla hans í nú- tíma Evrópu, afstaða til heimalandsins, og fyrst og fremst hinar sálfræðilegu athuganir, sem snertu hann ekki hvað minnst sjálfan. Við vitum, að Nordal sjálfur tók sér vara af hinu misheppnaða lífi hins marglynda Álfs frá Vind- hæli. Hugmyndina um skapandi samræmi hinnar marglyndu og einlyndu stefnu í sálarlífi hvers manns reyndi hann ekki aðeins að framkvæma við eig- in vísindastörf, heldur beitti henni einnig í kenningu sinni um list og þróun fornsagnanna, eða í kenningu um hið frjóa samræmi marglyndra listhæfileika og einlyndra vísinda í fornsögunum. Með þessum útúrdúr vil ég aðeins benda á það, hvernig þær hugsanir, sem voru mjög brýnt mál fyrir Nordal sem mann og vísindamann, sóttu að honum sem skáldi og kröfðust snöggrar tjáningar í ljóðrænum stíl án mikillar umhugsunar um söguþráðinn. Skáldið gaf sig á vald hinum áleitnu hugmyndum og hrynjandi málsins og tengdi hvorttveggja í skáldlegar myndir án þess að taka tillit til strangra bragreglna íslenzkrar Ijóðlistar. Þannig varð til hinn fyrsti íslenzki ljóðabálkur í óbundnu máli. í „Bréfi til Láru“ er persóna höfundar ekki hjúpuð neinum skáldlegum ham 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.