Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 39
Vpphaf íslenzkra nútímabókmennta er þetta grundvallarhugtak, sem sérhver heimspeki um manninn spyr um, talið jafngilda skírlífi, og í lokin finnum við þetta hugtak í sömu túlkun sem hin einu sannindi, sem Steinn Elliði hefur fundið. 011 heilabrot hans um and- stæður jarðlífsins og siðmenningu heimsins reyndust vera til einskis, hringur- inn lokaðist þar sem hann hófst. Eini lærdómurinn sem Steinn Elliði dró af reynslu sinni, varðar afstöðu hans til Guðs: ekki með þjónustu við Guð held- ur með skilyrðislausu trausti á honum má ef til vill öðlast fullkomnun. Það sem vekur efasemdir um þennan lokaða vítahring þekkingarinnar, er fyrst og fremst sjálft inntak skáldsögunnar, sem hyllist stöðugt til þess að sprengja þennan hring. Raunveruleg þungamiðja sögunnar er leit Steins að traustri lífs- hugmynd í Völundarhúsi þeirra andlegu verðmæta, sem menningin hafði afl- að, og biðu gjaldþrot í þeim raunveruleika sem þessi sama menning hafnaði í í stríðinu. Þessi leit Steins hnýtur stöðugt um staðreyndir og uppgötvar sann- indi, sem alls ekki snerta einvörðungu afstöðu hans til Guðs og kaþólsku kirkjunnar. Þau snerta hinn raunverulega heim manna og þjóðfélags. Með því að kynnast þessum heimi vaknar eðlileg tilhneiging hjá Steini að taka til hans afstöðu og samræma við hana athafnir sínar í heimi mannanna. Einmitt vegna þessarar tilhneigingar vex Vefarinn mikli ídeu sinni yfir höfuð, með öðrum orðum inntak sögunnar rekur sig stöðugt á hinn lokaða hring. Til þess að hringurinn bresti ekki, er skáldið neytt til að halda þessari áleitnu tilhneig- ingu í skefjum með óvæntum straumhvörfum í sögunni og afskræma þá rök- hyggju, sem felst í inntakinu. 3) Þá er komið að þriðja atriðinu, sem sameiginlegt er öllum þrem verk- unum, eða því, sem ég vildi kalla huglœgni skáldsins. „Hel“, „Bréf til Láru“ og „Vefarinn mikli frá Kasmír“ eru persónulegar játningar höfunda, og hina mögnuðu huglægni þeirra var í þeirra tíma bókmenntum íslenzkum í hæsta lagi hægt að bera saman við hina innhverfu lýrik sumra kvæða Einars Bene- diktssonar. Höfundarnir glíma fyrst og fremst við sinn eigin vanda. Þeir vilja finna köllun sína í lífinu og hefja þessvegna rannsókn á sjálfum sér og jafn- framt óhjákvæmilega — til að sannreyna möguleika sína — rannsókn á eðli mannlegrar tilveru sem slíkrar. Og þar fyrst verður þeirra persónulega vanda- mál að skáldskap, sem hefur almennt gildi. Það er enginn efi á því, að sjálfs- reynsla höfunda er afar sterkur þáttur í þessum verkum. Öll eru þau uppgjör milli tveggja skeiða í æfi þeirra og gefa innsýn í sálarlíf þeirra. Skáldleg stíl- færsla á eigin sj álfsreynslu er hinsvegar mismunandi. Ég álít, að fram að þeim tíma hafi engin þau prósaverk verið til í íslenzkum bókmenntum, þar sem meðferð skáldsins á efninu hafi verið jafn huglæg og í þessum þremur, 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.