Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar Fyrsti meiriháttar árekstur þessara tveggja ólíku hugmyndakerfa kemur greinilega fram í íslenzku menningarlífi og bókmenntum eftir fyrra stríð, og upphafs íslenzkra nútímabókmennta er þar að leita. Hvað sé einkennandi fyrir þær breytingar, sem af þessu stöfuðu í íslenzkum bókmenntum og hversu langt nýsköpunin í skáldskap viðkomandi höfunda náði, verðum við að úr- skurða með nánari athugun á þessu ferli. Mig langar til að athuga frá þessu sjónarhorni þrjú prósaverk fyrsta ára- tugarins eftir fyrra stríð, þar sem nýr hugsunarháttur kemur greinilegast fram. Sumir samtíðarmenn fögnuðu þeim sem nýstárlegum verkum, sem opnuðu nýjar leiðir, en aðrir fordæmdu þau sem óíslenzk verk og óviðeig- andi. Þessi verk voru „Hel“ Sigurðar Nordals (1919), „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórðarson (1924) og ,,Vefarinn mikli frá Kasmír“ eftir Halldór Kiljan Laxness (1927). Höfundar voru, sem kunnugt er, gerólíkir menn. Sigurður Nordal var ein- beittur fræðimaður, sem hlaut menntun sína og komst í snertingu við nú- tímabókmenntir á erlendri grund. Hann dvaldist erlendis á stríðsárunum, og hafði það vafalaust áhrif á hann. Halldór Kiljan var reiður ungur maður, sem var þá ákveðinn í að gerast íslenzkur Vesturevrópumaður. Hann hafði flakkað um hina afsiðuðu Evrópu eftirstríðsáranna og drukkið í sig evrópska menningu, og hafði það tvímælalaust mótað hann mjög. Þórbergur var sá eini af þremenningunum, sem var rammíslenzkur. Ég álít hann afar gott dæmi um það, hverju sá íslendingur gat áorkað, sem hafði sjálfmenntazt lxeima á íslandi, skroppið aðeins einu sinni til Evrópu — þá alveg sokkinn niður í guðspeki — og kynnzt lífinu þar aðeins með bóklestri. Allt sem hann afrekaði, það afrekaði hann af eigin rammleik, íslenzkur sveitamaður, sem veit af eigin reynslu, hvað það er að verða allsleysingi í höfuðborginni. Því er afar fróðlegt að fylgjast með því bæði í „Bréfi til Láru“ og síðari verkiun hans og dagbókum, sem ég hef fengið leyfi til að lesa, hvernig tilfinningar og hugsunarháttur hins nýja íslenzka öreiga og borgarhúa voru að breytast. Það er táknrænt, að það var ekki fátækt sveitamannsins sem ól af sér skynjun örbirgðarinnar, heldur fátækt borgaröreigans, að einverukenndin vaknaði ekki í einangrun sveitalífsins, heldur var sprottin úr einmanaleika sem þjóð- félagslegu fyrirbæri. Einnig umræddar bækur þessara höfunda eru mjög ólíkar á ytra borði. Samt eiga þær margt sameiginlegt. Ég vil einkum benda á þrjú atriði í þeim, þar sem mér virðist afstaða höfundanna til veruleikans ný og af sama toga spunnin. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.