Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 85
RœSa á Víetnamfundi
andsvar réttindalausra, arðrændra og kúgaðra gegn ríkjandi valdbeitingar-
kerfi — þá horfa málin öðruvísi við.
Sem slíkt samfélagslegt andsvar er aflbeiting réttlætanleg — já sjálfsagður
hlutur — þegar búið er að reyna allar aðrar leiðir. Víetnam, Bangla Desh,
Alsír, Kúba, svertingjar Norðurameríku, kaþólskir á Norðurírlandi, Ung-
verjaland o. s. frv. Þessa upptalningu er hægt að lengja, en þetta er meira en
nóg, þið vitið hvað ég meina. Miðað við okkar land — er skoðun mín — er
sendiráðstakan í Stokkhólmi og sprengingin í Miðkvísl dæmi um slíka teg-
und aflbeitingar. Róttæk vinstri hreyfing á íslandi verður að takmarka afl-
heitingu sína við aðgerðir, sem miða að því að losa ákveðna þjóðfélagshópa
undan samfélagslegri imdirokun, en samfélagsleg undirokun á sér stað, þegar
einn félagshópur leggur ok á annan og neyðir hann til að verða tæki í þágu
sérhagsmuna sinna.
Ég kem með þessar hugleiðingar hér, vegna þess að heimurinn er sneisa-
fullur af ofbeldi og fólk oft ráðvillt í afstöðunni gagnvart beitingu þess.
Heimurinn sem við búum við er siðmenntaður, en íbúar hans ekki. Siðun
er að gefa sér reglur sem skuldbinda hátterni mitt og atferli við það sem ég
vil að aðrir geri mér. Þannig hlýt ég að vera mín eigin viðmiðun.
Ekki vil ég draga dul á það, að mér finnst oft þjóðlíf okkar og dagleg
mannleg samskipti siðlaus, gróf og tillitslaus. Því segi ég þetta að siðsemi er
grundvöllur alls fagurs mannlífs — og ef við erum að berjast fyrir fram-
tíðarþjóðfélagi mannúðar og friðar, þá verum þess fullviss að það verður
nákvæmlega eins og við sjálf — ekki eins og bókin segir það eigi að vera.
Þjóðfélag er nefnilega ekki bara kerfi, heldur fólk — manneskjur, og ekki
bara manneskjur, sem hafa heila heldur tilfinningar.
Ég geri hér mannlegum tilfinningum hátt undir höfði, því ég held næst-
um, að það versta sem getur hent vinstrisinnað fólk sé tilfinningalegur doði
og kuldi í mannlegum viðbrögðum. Ef til vill er ég með visst atvik í huga,
þegar ég segi þetta, en það stendur ekki eitt sér, því miður. Það tekur eðli-
lega enginn neinn þann alvarlega, sem lætur það viðgangast að einstaklingar
þjáist við hliðina á honum, meðan sá hinn sami er að útbásúna bölvun kerf-
isins og illsku mannanna.
Látum þetta nægja — en verum þess minnug að það er lculdi og doSi
mannlegra tilfinninga sem gerir einstaklinga einmana, einangraða og and-
lega ruglaða.
Ég hygg það hafi ekki sízt verið siðferðislegum styrkleika þeirra að þakka,
hve árangursrík barátta víetnama hefur verið.
163