Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar
ist forysta þeirra ekki sízt á jarðolíunni, sem þar var fyrst unnin og hagnýtt
(fyrsti olíubrunnurinn í Pennsylvaníu 1859 — endurbætt tækni við boranir
1901), á sama hátt og forysta Breta á 18. og 19. öld byggðist á kolanámum
þeirra og á gufuvélinni, sem var brezk uppfinning eins og áður er sagt.
Á síðustu áratugum, eða frá því um 1930, fer framleiðsla svonefndra
gerviefna að hafa úrslitaáhrif. í Bandaríkjunum (hjá Du Pont) var fyrst
framleitt nýlon og síðar einnig tilbúið gúmmí í stað náttúrulegs gúmmís. í
Þýzkalandi voru einkum framleidd vinylplastefni og í Bretlandi polyetylen
og terrilín. Flestar þessar uppgötvanir og framfarir í iðnaðarframleiðslu og
tækni eru árangur af vísindalegum rannsóknum. Vaxtarbroddurinn í vísind-
um er einmitt þar sem rannsóknir og nýjar uppgötvanir eru gerðar. En hvað
er þá vísindaleg rannsókn?
V ísindarannsóknir
Vísindaleg rannsókn er framkvæmd með skipulegum tilraunum að dæmi
Galileis. Slíkri rannsókn má skipta í þrennt: 1) athugun, 2) lýsing, 3)skýring.
Þessari aðferð má beita á fyrirbæri sem gerast í náttúrunni, og einnig i
skipulögðum tilraunum, þar sem unnt er að athuga áhrif einstakra þátta.
Slík rannsókn er í rauninni ekki frábrugðin athugunum, sem menn gera
hversdagslega, nema að sá sem tilraunir gerir, hefur meiri nákvæmni og
æfingu við að styðjast og auk þess venjulega ýmis rannsóknartæki, þannig
að unnt er að gera tölulegar mælingar.
Vísindarannsóknir eru stundum flokkaðar í grundvallarrannsóknir og
hagnýtar rannsóknir. Hagnýt rannsókn t. d. í iðnaði er tilraun til að bæta
framleiðsluna, auka afköstin, fylgjast með samsetningu vörunnar, bæta vöru-
gæði, finna betri og ódýrari aðferðir og nýjar og betri vélar. Eiginleg vís-
indarannsókn er tilraun til að finna ný sannindi án tillits til þess hvort þau
eru hagnýt eða ekki. Uppgötvun, sem virðist enga hagnýta þýðingu hafa þeg-
ar hún var gerð, hefur þó oft orðið hagnýt síðar meir.
Grundvallarrannsókn er heldur ekki það eina, sem máli skiptir í vísindum.
Vísindarannsókn hefur að vísu á sér meiri virðingarblæ en tæknilegar próf-
anir og efnagreiningar, sem gerðar eru til að fullvissa sig um eiginleika eða
samsetningu einhverrar vöru, t. d. heilnæmi eða gæði matvæla. Slíkar prófanir
eru oft mjög vandasamar og krefjast mikillar kunnáttu og leikni. En þar sem
um sífellda endurtekningu sömu ákvarðana er að ræða, geta þær að vísu
orðið leiðigjamar. Hagnýtar rannsóknir eru ekki endilega einfaldari eða
152