Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
formlegt valdaafsal í þeirra þágu. Sögulegt
mikilvægi heimspekinnar er að vísu ótví-
rætt („Frá sjónarhóli sagnfræðings er heim-
spekin móðir allra vísinda“, segir Þorsteinn
á bls. 39), en aðeins sem millibilsskeið í
sögu þekkingarinnar: stöðugt nýjar vís-
indagreinar öðlast sjálfstæði gagnvart heim-
spekinni, og um leið verður ófullkomleiki
hennar æ ijósari. í samanburði við vísindin
virðast hugtök hennar og rökleiðsluaðferð-
ir ónákvæmar og snerting hennar við veru-
leikann ónóg. Þegar heimspekin hefur
þannig gengið skeið sitt á enda, getur hún
ekki orðið annað né meira en „hjálpar-
grein skynsamlegra vísinda" (bls. 42), þ. e.
hún fæst við skilgreiningu þeirra hugtaka,
sem vísindin beita, og aðstoðar e. t. v. við
þekkingarleitina á þeim sviðum, þar sem
ekki er komin föst hefð á vísindalegar
rannsóknaraðferðir.
Tæpast verður véfengt, að þegar litið er
á ytra borð heimspekisögunnar, er þessi
niðurstaða sú sem einna beinast liggur við.
En það er tvennt ólíkt að viðurkenna að
ofangreint ástand heimspekinnar sé stað-
reynd (eða nálgist það a. m. k.), og að
úrskurða, að það sé þekkingarfræðilega
réttmætt og henni standi engir aðrir mögu-
leikar opnir. Þessa afstöðu hefur sem kunn-
ugt er áhrifamikil grein nútímaheimspeki
tekið, og eins og fram kemur síðar í bók
Þorsteins, er hann henni eindregið fylgj-
andi. Við nánari athugun á þessari kenni-
setningu — að viðfangsefni heimspekinnar
sé hugtakaskilgreining, en öll raunveruleg
þekkingarleit sé í verkahring vísindanna
eða verði það a. m. k., þegar hún nær
ákveðnu þroskastigi — kemur í ljós, að
hún svífur samkvæmt sínum eigin mæli-
kvarða í lausu lofti. Hún er augljóslega
ekki grundvölluð á neinni einstakri vís-
indagrein, því að í henni felst altæk stað-
hæfing um innbyrðis afstöðu þekkingar og
veruleika almennt; og sem slík staðhœfing
er hún um leið utan vébanda einberrar
hugtakaskilgreiningar. Hér er því í raun
og veru um að ræða órökstudda trúarsetn-
ingu, sem gerir ákveðið sögulegt ástand
mannlegrar þekkingar — eða öllu heldur
einhliða mynd af því — að hinu eina rétta
og mögulega. Þannig er varpað fyrir borð
aðalsmerki heimspekinnar, gagnrýnni hugs-
un. Heimspekileg hugsun er fordæmd í
nafni vísindatrúar (scientisma).
Þar sem Þorsteinn vill gera vísindatrúna
að óvéfengjanlegri lokaniðurstöðu heim-
spekisögunnar, verður hann að sýna aðra
strauma innan hennar í sem óhagstæðustu
ljósi, og þó einkum þann, sem öll gagnrýni
á vísindatrúnni sækir meira eða minna til:
klassíska þýzka heimspeki. Viðureign hans
við hana tekur yfir allmikið rúm í bókinni,
en er að öðru leyti ekki tilkomumikil.
Hann nær hvergi sambandi við þau vanda-
mál sem þessi heimspeki varð fyrst til að
taka á dagskrá, heldur stendur hann álengd-
ar og „reynir að gera gys að henni“, svo
að stuðzt sé við orðaval hans sjálfs (bls.
59). í þessu á hann sér marga fyrirrennara
hérlendis sem annars staðar; það hefur
löngum orðið fangaráð þeirra, sem óvin-
veittir eru allri heimspekilegri hugsun, að
beina geiri sínum fyrst og fremst að hinni
þýzku grein hennar, sem einna óaðgengi-
legust er og því auðveldast að gera hana
tortryggilega.
Af þrem höfuðfulltrúum þýzkrar heim-
speki — Kant, Hegel og Marx — fær hinn
fyrstnefndi skásta útreið: hann er sagður
„sannkallaður andlegur afreksmaður", en
þó hafi honum verið „ákaflega ósýnt um
að koma orðum að hugmyndum sínum“
(bls. 47—8). í lýsingu Þorsteins verður
lítið úr þeim straumhvörfum, sem Kant
olli í heimspekinni: „í öllum höfuðdrátt-
um aðhylltist hann raunspeki Humes“ (bls.
48). Hér er mjög málum blandað. Kant var
enginn lærisveinn Humes í venjulegri merk-
170