Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar Hægrihyggjan þarfnast engrar ótópíu, amk. ekki í íhaldssömu ástandi; hægrihyggja er samkvæmt eðli sínu samþykki á núverandi ástandi — en það ástand er staðreynd, ekki útópía — eða viðleitni til að hverfa aftur til ástands, sem einu sinni var. Hægrihyggja leitast við að varðveita og gylla ástandið á hverjum tíma, en ekki að breyta því. Hún þarfnast ekki útópíu, heldur eingöngu blekkingar. Vinstrihyggja getur ekki hætt við útópíuna, vegna þess að hún er virkilegt hreyfiafl jafnvel þegar hún er aðeins útópía. Uppreisn þýzku bændanna á sextándu öld var útópísk, hreyfing babouvista í Frakklandi var útópísk. Það sama gildir um Parísarkommúnuna. Eins og síðar kom í ljós, hefðu engar framsæknar félagslegar breytingar orðið án þessara útópísku aðgerða. Þar með er ekki sagt, að verkefni vinstrihyggju hljóti að vera að styðja þær baráttuaðferðir, sem ganga lengst við sérhverjar sögulegar aðstæður. Hið eina sem ég legg áherzlu á er, að það er íhaldssemi að fordæma útópíuna eingöngu vegna þess að hún er útópía, því að það hindrar framgöngu hennar. Hvað sem öðru líður, erum við ekki að formúlera félagsleg viðfangsefni, heldur skoðum hugtakið ,vinstrihyggja‘ sértækt, þeas. við leitumst við að sannfrétta en ekki að staðhæfa eða fullyrða. Vinstrihyggj a er eins „eðlilegt“ félagslegt fyrirbæri og hægrihyggja og framsæknar félagshreyfingar ná- kvæmlega eins eðlilegar og þær íhaldssömu. Það er einnig jafn eðlilegt að vinstrihyggja sé í minnihluta, sé ofsótt af hægrihyggjunni. Vinstrihyggja og stéttir þjóðfélagsins Hingað til hefur hugtakið ,vinstri‘ verið nokkuð óskýrt. Þetta hugtak hefur, jafnvel þótt það eigi eitthundrað og fimmtíu ára sögu að baki, náð altækum sögulegum skilningi, og verður þessvegna einnig notað um fyrri aldir í víðari merkingu. Eins og við höfum notað það, er innihald hugtaksins þokukennt og við verðum fremur að hafa tilfinningu fyrir því, en að skilja það. Eitt er víst: það er okkur auðveldara að ákvarða hvaða hreyfingar, stefnuskrár og afstöður eru vinstrisinnaðar í samanburði við aðrar, en að kveða á um mörkin milli vinstri og hægri í pólitískum átökum þjóðfélagsins. Við tölum um vinstriarm innan flokks Hitlers, en það merkir ekki að hægrihyggjan í Þýzkalandi Hitlers hafi takmarkast við hægrisinna í flokki Hitlers og að allt annað, þám. vinstri hluti flokks Hitlers, hafi verið vinstrihyggja í einhverjum algjörum skilningi. Þjóðfélaginu verður ekki skipt í vinstri og hægri: það 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.