Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar II Á móti þeim skilningi sem hér hefur verið settur fram — þ. e. að bylting- aróþreyjan sé aðalinntak og mest áberandi þáttur anarkismans — mætti færa þau rök að helztu sérkenni hans felist eiginlega í öðru, eins og nafn hans raunar segi. Að sérkenni anarkista sé að þeir sækist eftir þjóöfélags- skipan þar sem stjórnleysi — í merkingunni „engin stjórn“ (ekki „óstjórn“, ,,ringulreið“) — tryggi frjálsa þróun sérhvers manns. Og vissulega er þetta það ástand sem anarkistar vilja koma á. En um það eru þeir ekki einir. Ef sérkenni anarkismans væri fólgið í þessu einu, þá yrðu þeir sósíalistar sem aðhyllast ríkisvald sem baráttutæki einnig að kallast anarkistar, og þar yrðu höfundar marxismans í fararbroddi. í Kommúnistaávarpinu eftir Marx og Engels er kveðið svo að orði að „í stað hins gamla borgaralega þjóðfélags með stéttum sínum og stéttaandstæðum“ muni koma „samfélag manna, þar sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar- innar“. í öllum ritum marxista, allt frá Eymd heimspekinnar eftir Marx, sem út kom 1847, er lögð áherzla á að í þessu „samfélagi“ — þ. e. í þjóðfélagi kommúnismans — verði ekki lengur neitt ríkisvald og engir menn hærra settir en aðrir. Orð Leníns, leiðtoga Októberbyltingarinnar, eru ótvíræð í þessu efni: „Við stefnum að afnámi ríkisvaldsins. Um það takmark er enginn ágreiningur milli okkar og anarkista.“ Og á öðrum stað: „Lokatakmark okkar er að afnema ríkið, það er að segja allt skipulagt og kerfisbundið vald, alla valdbeitingu gegn mönnum.“ Og ótvíræð eru einnig orð þýzka sósíal- demókratans Max Adlers: „Afnám ríkisins sem valdastofnunar ... er grund- vallarhugmynd í pólitík marxista.“ Ef stjórnleysi er sameiginlegt takmark marxisma og anarkisma, hver er þá munurinn á þessum stefnum? Það væri ófullnægjandi — þó með því svari sé komið að mjög mikilvægu atriði sem á milli ber — að segja aöeins: marxistar telja nauðsynlegt til framgangs sósíalískri byltingu að hún styðjist um skeið við byltingarsinnað ríkisvald; anarkistar vilja aftur á móti afmá hverskonar ríkisvald þegar í stað, á einum degi. Svarið er vissulega ekki rangt; þegar byltingarástand myndast snögglega er þetta m. a. s. úrslitaatriði. Þó nægir þetta svar ekki, því munurinn er í rauninni miklu víðtækari. Svo fjarri fer því að hann felist eingöngu í ólíkri afstöðu til valdsins á byltingar- tímum að segja má að hans kenni í því nær öllum atriðum stéttabaráttunnar. Hann kemur fram í smæstu atriðum er varða félagsleg og pólitísk samtök verkamanna, baráttuaðferðir þeirra við kapítalískar aðstæður, og í við- 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.