Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 7
Merking hugtaksins ,vinstTÍ'
tæmandi, eiginleiki hennar — er hreyfing sem neikveður heiminn á hverjum
tíma. Af því sem að ofan er skráð, sjáum við þó, að þess vegna er hún upp-
byggingarafl. Vinstrihyggja er breytingaviðleitni.
Þess vegna vísar vinstrihyggja þeirri ásökun á bug, að hún sé einungis
afneitandi og ekki uppbyggjandi.
Vinstrihyggja getur tekizt á við ásakanir eða ávítur, sem beint er gegn
mögulegri skaðsemi eða gagnsemi neikvæðisins. Hún getur líka tekizt á við
íhaldsafstöðuna, sem vill varðveita allt óbreytt. En hún mun ekki glíma við
þá ásökun, að hún sé eingöngu neikvæði, því að sérhver uppbyggjandi
stefnuskrá er neikvæði, og öfugt. Vinstrihyggja sem ekki hefur uppbyggjandi
stefnuskrá getur ekki verið neikvæði, því að þessi orðatiltæki þýða það sama.
Skortur á stefnuskrá er um leið skortur á neikvœði, og það er andstaða við'
að vera vinstrisinni — og þýðir: íhald.
Útópía og vinstrihyggja
En neikvæðið eitt einkennir ekki vinstrihyggju, því að til er viðleitni til
afturhaldssamra breytinga. Nazisminn var neikvæði Weimar-lýðveldisins,
en það þýðir ekki að hann hafi verið vinstristefna. í löndum sem ekki er
stjórnað af hægri öflum, neikveður hin öfgafulla gagnbyltingarhreyfing
alltaf hina ríkjandi skipan. Vinstrihyggja einkennist af neikvæði, en ekki
einungis af neikvœði; hún einkennist einnig af stefnu neikvæðisins, þeas.
af inntaki útópíu sinnar.
Ég nota orðið ,útópía‘ vísvitandi, og alls ekki til að ýta undir þann fárán-
lega skilning að allar félagslegar breytingar séu fjarstæða og hugarórar einir.
Ég nota orðið heldur ekki í niðrandi merkingu. Með útópíu á ég við félags-
legt vitundarástand, þeas. vitundarástand sem samsvarar þeirri félagslegu
hreyfingu, sem miðar að róttækum breytingum á mannlegu samfélagi. Að
vísu samsvarar útópían ekki fullkomlega þessum breytingum, heldur reynir
að sýna fram á þær á hugsjónalegan og torræðan hátt. Þannig veitir hún
hinni raunverulegu hreyfingu vitund um að hún sé að framkvœma hugsjón,
sem á uppruna sinn á hreinu huglœgu sviði, en ekki í samtíma sögulegri
tilhneigingu. Svo lengi sem þessi tilhneiging lifir aðeins huldulífi og nær
ekki tjáningu í samfélagslegri fj öldahreyfingu, framkallar hún útópíur í
þröngri merkingu, þeas. einstaklingsbundnar fyrirmyndir af heiminum eins
og hann œtti að vera. En með tímanum verður útópían að hinni raunveru-
legu félagslegu vitund; hún þrengir sér inn í vitund fjöldahreyfingarinnar
85