Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 7
Merking hugtaksins ,vinstTÍ' tæmandi, eiginleiki hennar — er hreyfing sem neikveður heiminn á hverjum tíma. Af því sem að ofan er skráð, sjáum við þó, að þess vegna er hún upp- byggingarafl. Vinstrihyggja er breytingaviðleitni. Þess vegna vísar vinstrihyggja þeirri ásökun á bug, að hún sé einungis afneitandi og ekki uppbyggjandi. Vinstrihyggja getur tekizt á við ásakanir eða ávítur, sem beint er gegn mögulegri skaðsemi eða gagnsemi neikvæðisins. Hún getur líka tekizt á við íhaldsafstöðuna, sem vill varðveita allt óbreytt. En hún mun ekki glíma við þá ásökun, að hún sé eingöngu neikvæði, því að sérhver uppbyggjandi stefnuskrá er neikvæði, og öfugt. Vinstrihyggja sem ekki hefur uppbyggjandi stefnuskrá getur ekki verið neikvæði, því að þessi orðatiltæki þýða það sama. Skortur á stefnuskrá er um leið skortur á neikvœði, og það er andstaða við' að vera vinstrisinni — og þýðir: íhald. Útópía og vinstrihyggja En neikvæðið eitt einkennir ekki vinstrihyggju, því að til er viðleitni til afturhaldssamra breytinga. Nazisminn var neikvæði Weimar-lýðveldisins, en það þýðir ekki að hann hafi verið vinstristefna. í löndum sem ekki er stjórnað af hægri öflum, neikveður hin öfgafulla gagnbyltingarhreyfing alltaf hina ríkjandi skipan. Vinstrihyggja einkennist af neikvæði, en ekki einungis af neikvœði; hún einkennist einnig af stefnu neikvæðisins, þeas. af inntaki útópíu sinnar. Ég nota orðið ,útópía‘ vísvitandi, og alls ekki til að ýta undir þann fárán- lega skilning að allar félagslegar breytingar séu fjarstæða og hugarórar einir. Ég nota orðið heldur ekki í niðrandi merkingu. Með útópíu á ég við félags- legt vitundarástand, þeas. vitundarástand sem samsvarar þeirri félagslegu hreyfingu, sem miðar að róttækum breytingum á mannlegu samfélagi. Að vísu samsvarar útópían ekki fullkomlega þessum breytingum, heldur reynir að sýna fram á þær á hugsjónalegan og torræðan hátt. Þannig veitir hún hinni raunverulegu hreyfingu vitund um að hún sé að framkvœma hugsjón, sem á uppruna sinn á hreinu huglœgu sviði, en ekki í samtíma sögulegri tilhneigingu. Svo lengi sem þessi tilhneiging lifir aðeins huldulífi og nær ekki tjáningu í samfélagslegri fj öldahreyfingu, framkallar hún útópíur í þröngri merkingu, þeas. einstaklingsbundnar fyrirmyndir af heiminum eins og hann œtti að vera. En með tímanum verður útópían að hinni raunveru- legu félagslegu vitund; hún þrengir sér inn í vitund fjöldahreyfingarinnar 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.