Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 48
Timarit Máls og menningar sinnum hér áður fyrr, þegar við börnin komum í heimsókn, hafði afi gamli leigt slíkan vagn handa okkur. En amma sat alltaf heima. Hún yppti bara öxlum, þegar afi bauð henni að slást í förina. Þessu næst kom ferðalagið til stórborgarinnar Karlsruhe, eitthvað um tveggja stunda járnbrautarferð. Þar var veðreiðabraut, og amma mín fór á veðreiðarnar. Prentaranum féll nú allur ketill í eld og vildi láta sækja lækni þegar í stað. Faðir minn hristi höfuðið þegar hanu las bréfið, en réð frá því að læknir yrði sóttur. Amma hafði ekki farið ein síns liðs til Karlsruhe. Hún hafði tekið með sér unga stúlku, hálfgerðan fávita, að sögn prentarans, eldastúlkuna í gisti- húsinu, þar sem hún borðaði annanhvern dag. Þessi „aumingi“ kemur héðan af nokkuð við sögu. Amma mín virtist taka miklu ástfóstri við þessa stúlku. Hún bauð henni með sér í bíó og tók hana með sér til skósmiðsins, en nú var komið á daginn að hann var jafnaðarmaður, og sú saga gekk, að þær stöllurnar spiluðu á spil í eldhúsinu og drykkju rauðvín með. „Nú er hún nýbúin að kaupa aumingjanum rósóttan hatt,“ skrifaði prent- arinn örvilnaður, „en hún Anna mín á ekki einusinni kjól til að fermast í.“ Bréf frænda míns lýstu æ meira uppnámi. Þau voru eingöngu helguð „hinni ósæmilegu hegðun minnar kæru móður“, en annars var ekki mikið á þeim að græða. Faðir minn sagði mér flest af því, sem hér greinir. Gistihúseigandinn hafði drepið tittlinga framan í hann og sagt: „Frú B. nýtur lífsins, að því er maður heyrir.“ En í raun og sannleika lifði amma mín alls engu bílífi þessi síðustu ár. Þegar hún borðaði ekki á gistihúsinu, var aðalfæða hennar egg og kaffi, en þó fyrst og fremst tvíbökurnar góðu. Ennfremur varð hún sér úli um ódýra rauðvínstegund og drakk eitt glas í hvert mál. Hún hirti húsið af mikilli prýði, og ekki aðeins eldhúsið og svefnherbergið sem hún notaði. En hún tók veðlán út á húseignina, án vitundar barna sinna. Það varð aldrei uppvíst, hvernig hún varði þeim peningum. Svo virðist þó sem hún hafi látið skósmiðinn fá þá. Eftir lát hennar settist hann að í öðrum bæ og kvað hafa opnað þar talsvert myndarlega skóverzlun. Segja má að hún hafi lifað tvær ævir, hvora á eftir annarri. Hina fyrri sem mær, kona og móðir, hina síðari einfaldlega sem frú B., persóna sem lifir sínu eigin lífi og hefur ekki skyldur að rækja, með litlar en þó nægjan- 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.