Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 48
Timarit Máls og menningar
sinnum hér áður fyrr, þegar við börnin komum í heimsókn, hafði afi gamli
leigt slíkan vagn handa okkur. En amma sat alltaf heima. Hún yppti bara
öxlum, þegar afi bauð henni að slást í förina.
Þessu næst kom ferðalagið til stórborgarinnar Karlsruhe, eitthvað um
tveggja stunda járnbrautarferð. Þar var veðreiðabraut, og amma mín fór
á veðreiðarnar.
Prentaranum féll nú allur ketill í eld og vildi láta sækja lækni þegar í stað.
Faðir minn hristi höfuðið þegar hanu las bréfið, en réð frá því að læknir
yrði sóttur.
Amma hafði ekki farið ein síns liðs til Karlsruhe. Hún hafði tekið með
sér unga stúlku, hálfgerðan fávita, að sögn prentarans, eldastúlkuna í gisti-
húsinu, þar sem hún borðaði annanhvern dag.
Þessi „aumingi“ kemur héðan af nokkuð við sögu.
Amma mín virtist taka miklu ástfóstri við þessa stúlku. Hún bauð henni
með sér í bíó og tók hana með sér til skósmiðsins, en nú var komið á daginn
að hann var jafnaðarmaður, og sú saga gekk, að þær stöllurnar spiluðu á
spil í eldhúsinu og drykkju rauðvín með.
„Nú er hún nýbúin að kaupa aumingjanum rósóttan hatt,“ skrifaði prent-
arinn örvilnaður, „en hún Anna mín á ekki einusinni kjól til að fermast í.“
Bréf frænda míns lýstu æ meira uppnámi. Þau voru eingöngu helguð
„hinni ósæmilegu hegðun minnar kæru móður“, en annars var ekki mikið
á þeim að græða. Faðir minn sagði mér flest af því, sem hér greinir.
Gistihúseigandinn hafði drepið tittlinga framan í hann og sagt: „Frú B.
nýtur lífsins, að því er maður heyrir.“
En í raun og sannleika lifði amma mín alls engu bílífi þessi síðustu ár.
Þegar hún borðaði ekki á gistihúsinu, var aðalfæða hennar egg og kaffi,
en þó fyrst og fremst tvíbökurnar góðu. Ennfremur varð hún sér úli um
ódýra rauðvínstegund og drakk eitt glas í hvert mál. Hún hirti húsið af
mikilli prýði, og ekki aðeins eldhúsið og svefnherbergið sem hún notaði.
En hún tók veðlán út á húseignina, án vitundar barna sinna. Það varð aldrei
uppvíst, hvernig hún varði þeim peningum. Svo virðist þó sem hún hafi
látið skósmiðinn fá þá. Eftir lát hennar settist hann að í öðrum bæ og
kvað hafa opnað þar talsvert myndarlega skóverzlun.
Segja má að hún hafi lifað tvær ævir, hvora á eftir annarri. Hina fyrri
sem mær, kona og móðir, hina síðari einfaldlega sem frú B., persóna sem
lifir sínu eigin lífi og hefur ekki skyldur að rækja, með litlar en þó nægjan-
126