Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 31
Helena Kadecková
Upphaf íslenzkra niitliiiabókmennta
Erindi flutt í Háskóla íslands 13. september 1971
Mig langar fyrst til að gera nokkra grein fyrir efninu, sem ég ætla aS tala um
í þessu erindi. Spurningin sem ég er aS velta fyrir mér, er sú sama og ís-
lenzkir bókmenntafræSingar setja fram í umræSum síSustu ára: þaS er
spurningin um eSli íslenzkra nútímabókmennta. I þessu erindi hyggst ég
auSvitaS ekki gefa viS henni neitt ýtarlegt svar. Ég mun aSeins einskorSa
mig viS fyrsta áfangann í þróun nútímabókmennta á íslandi og greina frá
nokkrum þeirra athugana, sem ég gerSi á námsárum mínum á íslandi og
reyndi svo aS festa á blaS í ritgerS í heimalandi mínu veturinn 1966—67.
Þetta er hugsaS sem framlag til íslenzkra umræSna um nútímabókmenntir,
og biS ég um aS á þaS verSi hlustaS sem athugasemdir útlendings, sem
getur fylgzt meS þessum umræSum — en þær hafa fariS fram frekar í ís-
lenzkum fjölmiSlum en í lærSum bókum — aSeins úr fjarska og meS tak-
mörkuSum möguleikum.
Forsenda þess, aS íslenzkt nútímaskáldverk geti orSiS til er vitaskuld sú, aS
íslenzkt skáld geri sér grein fyrir því, aS þaS er statt í heimi nútímans. ÞaS
er vitaS mál, aS einmitt þetta var aSalforsenda þess, aS nútímaskáldskapur
sem heilsteypt bókmenntastefna, eSa þaS sem kallaS hefur veriS í þessu landi
atómskáldskapur, varS ekki til á íslandi fyrr en eftir síSari heimsstyrj öld,
en þá náSi innlimun íslands í nútímaheiminn hámarki sínu. En mig langar
í þessu erindi aS beina athyglinni aS þeim skáldum, sem gerSu sér grein
fyrir stöSu sinni í nútímaheiminum og fóru aS átta sig á honum á sama tíma
og meirihluti samtíSarmanna þeirra bygSi enn hugsjónir sínar á siSfræSi
bændaþjóSfélagsins, sem í raun og veru var aS sundrast. Atökin milli rót-
gróins hugmyndakerfis bændaþjóSfélagsins og nýrra hugmynda, sem eiga
rætur sínar aS rekja til auSvaldsþjóSfélagsins, hafa veriS mikilvægasti þátt-
urinn í íslenzku þjóSlífi 20. aldar. ÞaS er mjög forvitnilegt aS fylgjast meS
myndbreytingum þessara átaka og áhrifum þeirra á íslenzkt menningarlíf
og bókmenntir.
109