Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar og stóð nú næstum autt. Hann bjó með konu sinni og fjórum börnum í þremur herbergjum. En gamla konan hafði yfirleitt mjög lauslegt samband við hann. Hún bauð börnunum til sín í síðdegiskaffi á sunnudögum, það var eiginlega allt og sumt. Sjálf heimsótti hún son sinn einu sinni eða tvisvar á hverjum ársfjórðungi og hjálpaði tengdadóttur sinni að sjóða niður berin. Unga konan skildi orð hennar svo, að henni fyndist of þröngt um sig í íbúð sonar síns. Þegar hann skrifaði föður mínum um þetta, gat hann ekki stillt sig um að setja upphróp- unarmerki við athugasemdina. Þegar faðir minn spurðist fyrir um það, hvað gamla konan hefði að öðru leyti fyrir stafni, svaraði hann stuttaralega að hún stundaði kvikmyndahús. Það var deginum ljósara að slíkt uppátæki var enginn hversdagsviðburð- ur, að minnstakosti ekki í augum barnahennar. Fyrir þrjátíu árum voru kvik- myndahús frábrugðin því sem nú gerist. Það voru óvistleg húsakynni með slæma loftræstingu, iðulega var notazt við gamla keiluleikskála, yfir inngang- inum æpandi myndir úr morðsögum og ástarharmleikjum. Það voru einkum hálfþroskaðir unglingar, sem vöndu þangað komur sínar, ellegar elskendur sem slægðust eftir myrlcri. Gömul kona, ein sín liðs, hlaut að teljast kynlegur gestur á slíkum stað. En það var einnig önnur hlið á málinu. Aðgangseyrinum var að vísu stillt í hóf, en þar sem slík skemmtun taldist í sjálfri sér til óhófs, þá var litið svo á að þessu fé væri kastað á glæ. Og það var engum til sóma að kasta fé á glæ. Enn kom það til, að amma mín lét ekki aðeins undir höfuð leggjast að halda uppi reglulegu sambandi við son sinn prentarann, heldur bauð hún yfirleitt engum kunningjum sínum heim, né heldur heimsótti hún þá. Og hún lét aldrei sjá sig í kaffigildum bæjarins. En í staðinn vandi hún mjög komur sínar á skósmjðastofu eina í fátæklegu og raunar talsvert illaþokkuðu götu- sundi, þar sem meira og minna vafasamar persónur: atvinnulausar frammi- stöðustúlkur og handverkssveinar, sátu löngum stundum, einkum þegar leið á daginn. Skósmiðurinn, sem var maður á miðjum aldri, hafði flækzt um allan heim á yngri árum, en það voru ekki ferðir til fjár. Hann gat að minnsta kosti ekki talizt útvalinn sálufélagi ömmu minnar. Prentarinn gaf í skyn í einu bréfi sínu, að hann hefði bent móður sinni á þetta, en fengið heldur kuldalegt svar. „Hann hefur séð margt,“ sagði hún, og þar með var það útkljáð mál. Það var ekki auðvelt að ræða við ömmu mína þau efni, sem hún vildi ekki ræða sjálf. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.