Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar frá þeim tíma, og af munnlegum athugasemdum hans við þá. En mér er óhætt að segja, að þessar kenningar Nordals, sem má rekja til vissra atriði í sál- fræði Williams James og Pauls Bourget eða kenningar um tvær andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns og um þörfina á að samræma þær á eðlilegan hátt, höfðu geysimikla þýðingu fyrir Nordal sem mann, skáld og fræðimann. „Hel“ er í raun og veru einskonar skáldleg athugun á örlögum hins takmarka- lausa marglyndis. Allir aðrir þættir sögunnar eru sveigðir undir þessa hugs- un, þar á meðal þjóðfélagslegur og heimspekilegur þáttur. Fyrir rannsókn Þórbergs á tilverunni er tvennt einkennandi. Annarsvegar vill hann skoða manninn sem einstakling, og þá fyrst og fremst undirvitund hans og einnig líkamlegar tilfinningar, sem sagt það, sem íslenzkar bók- menntir höfðu að hans áliti vanrækt fram til þessa. Við rannsókn á stöðu mannsins í heiminum byggir hann á þjóðfélagslegum og stéttarlegum skiln- ingi á heiminum, sem hann lítur á sem úrlausnarefni í allri sinni heild. Þess- vegna eru allar hugleiðingar hans um að betra heiminn alþjóðlegs eðlis. Einn hlekkurinn í þessari hugleiðingakeðju, og það fyrsti hlekkurinn, var guð- speki sem alþjóðleg hreyfing fyrir bræðralagi alls mannkyns. Þessi hreyfing brást vonum hans að þessu leyti, og Þórbergur segir meðal annars frá þess- um vonbrigðum sínum. Annar hlekkur í viðleitni Þórbergs til að endurbæta heiminn er þátttaka hans í esperantóhreyfingunni. En helzta hjálpræði til þess að bæta heiminn, sem Þórbergur fjallar um í „Bréfi til Láru“, er jafn- aðarstefnan. Og þegar kenningar hennar veita honum ekki nægan grundvöll til að skilgreina manninn sem einstakling og til að skilgreina andlega þróim hans í jarðlífinu og hinumegin, grípur hann til þróunarkenninga indverskrar heimspeki, eða karma-kenningarinnar. Þannig myndar hann sér sína eigin sér- kennilegu lífsskoðun, sem veitir honum nægilegt öryggi þá stundina. Til gam- ans má geta þess, að einnig hér er samhengi milli Þórbergs og Laxness. Báðir hafa þeir orðið hugfangnir af tveimur hugmyndakerfum: af sósíalisma og austurlenzkri speki. En snúum okkur að „Vefaranum mikla“. Ég þekki ekkert annað verk í íslenzkum bókmenntum, þar sem viðleitnin til að brjóta nútímaheiminn til mergjar er jafn ástríðufull. Þessi viðleitni er þeim mun ástríðufyllri en hjá Þórbergi sem Steinn Elliði finnur ekki lausn í þessum heimi. Það sem ég álít mest spennandi við „Vefarann mikla“, er misræmið milli ídeu skáldsögunnar og innihalds hennar. Orsökin fyrir þessu hugmyndalega ósamræmi sem fer sí- vaxandi í skáldsögunni, er fyrirfram ákveðinn skilningur á hugtakinu andleg fullkomnun — en andleg fullkomnun er takmark Steins Elliða. Strax í upphafi 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.