Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 99
er ég óhrædd, en ef þau gengju úr skorð-
um yrði ég hrædd.“ Þráttfyrir fjölbreytni
sagnanna í bók Drífu virðast mér þessar
sex samstæður ráða mestu um yfirbragð
hennar. Hún er gædd kyrrlátum þokka
sem á einmitt rætur sínar í næmu náttúru-
skyni og þeirri einlægni hjartans sem ekki
kann að villa á sér heimildir. Drífa Viðar
átti skammt ólifað þegar hún hóf að birta
ritverk sín. Það er til lítils að spá í fram-
tíð sem ekki varð, en þó býður mér í grun
að fráfall Drífu hafi svipt okkur mörgum
prýðilegum sögum.
Þorsteinn frá Hamri.
Við sagnabrnnninn
Rannveig Sigfúsdóttir frá Skjögrastöðum í
Skógum, móðuramma mín, mun hafa orðið
til þess fyrst manna hér á landi að segja
bömum sögur við hljóðnema. Þá var út-
varpið enn þá einkafyrirtæki. Hún sat þá
í bergmálskompunni með prjónana sína,
rétt eins og heima hjá sér, og þuldi sem
hægast af munni fram. Kvikur er hver um
kunnugan rann. Hún hafði minni fádæma
glöggt, og daglegt mál hennar var stílfast
eins og fornsögurnar, svo að hún lék það
oft að segja heilar skáldsögur líkast því
sem hún læsi af bók, með setningi, íhygli
og óhagganlegri ró. Þar var hvert orð á sín-
um stað, svo að fáu hefði þurft að víkja
við í eftirriti.
Frásagnargáfa Sigríðar dóttur hennar
var af öðrum toga, og bar frá hve hún var
sjálfkrafa, skyggn og skapandi. Það sem
söguhetja George McDonalds í furðukver-
inu „Phantastes“ segir um lestur sinn í
„bókum“ álfa, að hann hvarf inn í frásögn-
ina og lifði alla atburði í raun og veru, —
það á við um náðarstundir okkar systkin-
anna við sagnaskemil Siggu frænku. Hvað
aldirnar eða andartakið áttu f sumum sög-
Umsagnir um bœkur
unum hennar, eða hvort allt fór með felldu
um stfl og mál, — það vissum við aldrei.
En hún stillti hugi okkar svo næmri still-
ingu, að hún gat brugðið blæ sögunnar
með því að depla auga eða blaka svuntu
sinni. Súgur af fýsispjaldi, fölskvamyndir
af glóð, hvað eina, og ekki sízt þögnin,
lagði sitt til mála í þessari ævintýrafrásögn,
sem naumast verður færð í letur nema til
hálfs. — „Borgin fyrir austan tungl og
sunnan sól“ — hvílík vonbrigði, er við sá-
um hana síðar á prenti!
Minningar þessu líkar má ætla að vakni
nú víða um land, ýmist þegar flett er fyrsta
bindinu af „Þjóðsagnabókinni" hans Sig-
urðar Nordals eða því sagnasafni, sem hér
greinir frá. Brezki háskólakennarinn Alan
Boucher, er skipaði sess ömmu minnar um
skeið á hljóðbergi úti í Lundúnum, Shake-
speare-þýðandinn Helgi Hálfdanarson og
ævintýralýsandinn Barbara Árnason hafa
lagt saman um að að gera af fornum föng-
um nýja bók, sem kom á markað núna í
haust og heitir „Vi3 sagnabrunninn“,1
Boucher endursegir, Helgi íslenzkar og
Barbara lýsir þar sígild sagnaminni og æv-
intýri, tuttugu að tölu, sum alkunn, en önn-
ur ókunn hérlendis. Rætur þeirra er víða
að rekja með þjóðum og sumra um árþús-
undir, svo að lauf á þessum lundi er með
afarmikilli fjölbreytni.
Þó að fæstum bókmenntaverkum sé sköp-
uð löng vist í Ijósinu, heldur þokað í
skuggann fyrir öðrum nýrri, og eins þótt
sígild séu, þá hafa helgar ritningar, Eddur
og Vedur, ævintýri og goðsagnir þjóða slíkt
frummenntagildi, að kynslóðir manna hafa
jafnan varpað á þær hver sinni birtu til að
upplýsast af þeim. Eitt þeirra verka eru
kviður Hómers; en þrjár af endursögnum
Bouchers eru til þeirra sóttar.
1 Mál og menning. 252 bls. auk 6 lit-
mynda á sérblöðum.
12 TMM
177