Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar
dráttarlaust: að láta „menn finna hver var
kjarninn eða inntakið í baráttu þessa
tíma, eins og hún var háð og skilin (letur-
breyting mín) af þeim er nefnast „rauðir
pennar“. Hér er því sjálfu viðfangsefninu
markaður bás. Hér talar maður um sína
eigin samtíð, maður, sem stóð einna
fremstur í fylkingu í baráttu þeirrar tíðar
og reynir að útskýra fyrir fáfróðri ungri
kynslóð og skilningssljóum atvinnugagn-
rýnendum þá viðburði, þá strauma, er
mestu réðu á fjórða áratug aldar okkar.
Þessi kynslóð vígfúsra baráttumanna var
að sjálfsögðu haldin sínum tálsýnum, svo
sem allar aðrar kynslóðir sögunnar frá
þeirri stundu, er hin fyrsta var flæmd úr
Paradís fyrir logandi sverði kerúbanna.
En hún vann sitt dagsverk í þjónustu þess-
arar sögu, hún vann ekki þau afrek, sem á
var kosið, veruleikinn varð ekki í samræmi
við drauma hennar og vonir, kannski vegna
þess, að draumarnir og vonirnar voru há-
stigulli en fyrr hafði gerzt, en þar fyrir
finnst mér lítil ástæða til þess, að sú kyn-
slóð, sem á enn öll afrekin óunnin, hafi
sér ekki annað til dundurs en að míga á
ölturu hennar. Og þá mætti kannski geta
þess, að þessi kynslóð, sem fékk ekki af-
stýrt heimsstyrjöld, fékk þó sigrað að
lokum þann höfuðóvin mannkynsins, sem
hafði hleypt henni af stað.
Áratugur „rauðra penna“ hófst á heims-
kreppu og honum lauk í heimsstyrjöld.
Þegar heimskreppan stóð sem hæst voru
atvinnuleysingjar alls auðvaldsheimsins 50
milljónir að tölu. Þegar heimsstyrjöldinni
lauk lágu 50 milljónir í valnum, sumir á
vígvöllunum, sumir í heimahögunum.
„Rauðir pennar", á íslandi og erlendis,
skráðu viðvörunarorð sín á tímum þessara
tölvísu staðreynda. Þeim var hleypt af
stokkunum þegar sigurverk kapítalismans
var með þeim hætti, að bankastjóri Eng-
landsbanka lýsti því yfir á fundi alþjóð-
legra fjármálasnillinga í Lundúnum, að
þeir botnuðu hvorki upp né niður í þessu
flókna gangverki. í sama mund og auð-
valdið lá eins og rotnandi hræ fyrir hunda
og manna fótum í kreppu sinni, gerðust
þau tíðindi austur í álfu, að Rússland,
ólæst, fátækt og lúsugt, lýsti því yfir, að
það skyldi lyfta sér á fáum árum í sess
iðnaðarríkja, að dapurleg fortíð þess
skyldi víkja fyrir glæstri framtíð. Atvinnu-
áætlun, mannlegt vit og framvíddir skyldu
ríkja á þeim hnetti, þar sem áður var við
stjórn náttúruaflið blint og heimskt. Hver
sá sem var ungur á þessum árum veit bezt,
hve björt hún var þessi stjarna, sem þá
reis á kolsvartri festingunni. Og þá urðu
„rauðir pennar" til, sem er efni bókar
Kristins Andréssonar.
Enginn er eyland er ekki aðeins saga
íslenzkra rithöfunda á útskeri, sem leitast
við að finna á sjálfu sér lappirnar, heldur
spannar bókin þá alþjóðlegu hreyfingu
skálda og listamanna, ekki aðeins þeirra,
sem höfðu þegar helgað sig verkalýðs-
hreyfingunni, heldur og hinna, sem höfðu
fram til þessa átt sér lögheimili í búðum
borgarastéttarinnar. Hinir síðastnefndu
stóðu á þessum áratug frammi fyrir þeim
háska, að sú menning, sem þeir höfðu
svarið hollustu, var í voða stödd frammi
fyrir fasismanum í elztu ríkjum vestrænn-
ar menningar, Þýzkalandi og Ítalíu. Það er
hinn mikli kostur bókar Kristins Andrés-
sonar, að hún tengir saman skaut þessa
áratugar, íslenzka og erlenda rithöfunda,
að ógleymdu því valdi, sem streymdi frá
Ráðstjórnarríkjunum, er stóð miðsvæðis í
tilveru áratugarins, hið efnahagslega og
menningarlega baksvið þeirrar baráttu,
sem þá var háð um allan heim. Það er því
engin tilviljun, að Kristinn ver svo miklu
efni bókar sinnar í hin íslenzku samtök,
sem reyndu að koma því inn í kollinn á
íslendingum, að hin andnazíska harátta
168